13.1.2022 | 13:53
Kerfi með aksturstengingu ætti að virka í nýjustu tölvutækni.
Eftir að stungið hefur verið upp á því hér á síðunni að nota nýjustu tölvutækni til að bílaeigendur geti borgað opinber gjöld af bilum í samræmi við ekna kílómetra, er það fagnaðarefni að fjármálaráðherra skuli nú viðra slika hugmynd.
Þetta er skásta leiðin til þess að fólk geti skipulagt bílaeign sína og not af þeim á sem hagkvæmastan hátt á alla lund.
Sem dæmi má nefna notkun síðuhafa á rafknúnu léttbifhjóli og minnsta rafbíl landsins í sem mest af akstri sínum, en eiga samt einn lítið ekinn en öflugan og léttan og sparneytinn jöklabíl.
Gjöld til ríkisins vegna aksturs þess bíls í vegakerfinu hafa hins vegar verið margfalt meiri en sanngjarnt er, miðað við hinn litla akstur þess bíls.
Hjá öðrum gæti akstur með tilliti til ekinna kílómetra falist í svipaðri eign, þar sem stærri bíllinn væri aðeins notaður í akstur sem krefst stærri bíls, en niðurstaðan yrði oftast eins og reyndin varð í Noregi, að rafbíllinn, smár og fyrirferðarlítill í borgarakstri, varð að bíl númer eitt varðandi ekna kílómetra, en stærri bíllinn númer tvö þegar stærri bíl þurfti.
![]() |
Aflestur á kílómetrastöðu kemur til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2022 | 00:11
Ef skorti gull, silfur og kopar, yrðu þá fyrst brædd Frelsisstyttan, Kreml og Versalir?
Setjum sé svo, að af einhverjum tæknilegum orsökum væri skortur á gulli, silfri og kopar í heiminum og þörf væri á alþjóðlegu heimsátaki til að bræða þessa málma.
Myndu menn þá fyrst bræða helstu djásn þjóðanna þar sem mikið er af þessum málmum, svo sem Frelisstyttuna, Kreml, Versali, Tah Mahal, kirkjur, styttur og musteri um allan heim?
Ætli það yrði ekki líklegra að hnífapör og borðbúnaður almennings yrði fyrst fyrir valinu?
Nú er rekinn samfelldur, stundum daglegur áróður fyrir því að við Íslendingar eigum að leggja okkur fram um að ráðast á einstæð náttúrudjásn landsins til að seðja orkuhungrið, sem veldur loftslagsvandanum.
Á sama tíma dettur öðrum þjóðum ekki slíkt í hug, heldur lýsa yfir því að náttúrudjásn eins og Yellowstone séu heilög og ósnertanleg vé, jafnvel þótt íslensku djásnin skori hærra að alþjóðlegu mati.
![]() |
Vilja skýr markmið í loftslagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)