Áhættan enn innan marka?

Áhættan, sem tekin er í hvaða íþróttakeppni sem er, getur orðið hvimleið fyrir marga, en aldrei verður samt alveg komist hjá henni.  

Mjög margir voru því andvígir þegar Japanir keyrðu síðustu Ólympíuleika í gegn í óhemju mikilli áhættu varðandi það að kórónuveikifaraldurinn gæti eyðilegt leikana. 

Mikil heppni var hins vegar yfir leikunum og kom mest á óvart hve góðum íþróttaarangri var náð, því að faraldurinn hafði meira og minna sett æfingaprógrömm flestra úr skorðum. 

Nú er bæði umdeilt hvort áhættan sé enn innan marka eða hvort blása eigi EM í handbolta af. 

Ef litið er á leik Dana og Íslendinga útaf fyrir sig reyndist eindæma glæsileg frammistaða danska markvarðarins í síðari hálfleik ein hafa verið með þeim hætti að það hefði hvort eð er nægt danska liðinu til sigurs. 

Til dæmis er ekki að sjá að veiran hafi breytt neinu varðandi þá viðureign markvarðarins og Sigvalda Guðjónssonar sem lýst er í pistli á undan þessum.  

En nú hangir samt á bláþræði, hvort veikin fari ekki valda afgerandi slæmum og misjöfnum afleiðingum fyrir keppnina.   

Það hefði verið einföld leið á pappirnum að fresta keppni eftir fyrri riðlakeppnina, en slík aðgerð hefði þó dregið stóran dilk á eftir sér, sem alls ekki var búið að skoða nógu vel. 


mbl.is Ekkert bendir til að EM verði blásið af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marvörðurinn "las" Sigvalda og "var mættur"?

"Ég get aðlagað mig að hvaða stíl, sem er," sagði Lennox Lewis hróðugur eftir að hann hafði sigrað Mike Tyson á sannfærandi hátt. 

Svipað og Evander Holyfield hafði hafði gert nokkrum árum fyrr, leyfði Lewis Tyson að blása og sóa króftum sínum í 1. lotunni, sem var sú eina sem Tyson vann. 

Ali notaði afbrigðið "ropadóp" á George Foreman. 

Fram að leiknum í gær hafði Sigvaldi náð einstæðri skotnýtingu úr hægra horninu og í gærkvöldi var líkt og hann og aðrir í liðinu væru farnir ganga að því vísu, að þar yrði áfram galopin leið fyrir hann. 

Á skjánum mátti sjá, að Sigvaldi tók sér snarpa atrennu úr horninu, mældi vel tvö löng skref á blússandi ferð í gríðarstökk inn undir miðjan teig og teygði skothöndina vel til að þrykkja boltanum fram hjá hægri hlið markvarðanna, enda kominn undralangt inn undir miðju úr hraðri og útmældri árás. 

En í gærkvöldi var líkt og markvörðurinn skellti hurð og var á augabragði mættur á réttan stað til að verja skotið.  

Þetta gerðist fjórum sinnum, ef rétt er munað.

Sigurganga eftir marg ítrekaðri aðferð getur lent í ógöngum, ef hún er orðin að slíkum vana, að erfitt er að breyta til. 

Eitt þekktasta dæmi íþróttanna er þegar Max Scheling sagðist hafa "séð svólítið atriði" hjá Joe Louis, sem átti að baki dæmalausa sigurgöngu þegar hann mætti þeim þýska í fyrri bardaga þeirra. 

Schmeling sá á kvikmyndum, að Louis hafði komst upp með þann ávana í tugum sigurbardaga að leyfa vinstri höndinni að síga örlítið eftir að hafa gefið stungu með henni.

Þetta hafði ekki komið að sök vegna þess hve mikla yfirburði Louis hafði haft fram að því.  

Scmeling fór sér að engu óðslega í vel útfærðri vörn þangað til hann fann réttu augnablikin til að nýta sér þessa örlitlu opnun eða höggstað og svara með eftirlætishöggi sínu, hörðu hægri handar gagnhöggi.  

Louis fór í gólfið í 4. lotu í fyrsta sinn á ferlinum. Í 11. lotu var allur kraftur úr honum eftir ein 50 hægri handar högg Schmelings samtals sem höfðu hitt í mark og tekið sinn toll. 

Eftir þrjá leiki á EM var markaskorunaraðferð Sigvalda orðin býsna ávanabindandi. 

Þar gæti verið komin ástæða þess að markaskorunin úr horninu hrundi hjá honum í gærkvöldi. 

Hann skoraði hins vegar önnur góð mörk og stóð sig vel. 

Lausnin felst líklega í því að finna ný ráð líkt og Joe Louis gerði fyrir seinni bardaga hans og Schmelings í frægum bardaga 1938 sem varð að þætti í togstreitu lýðræðisþjóða og Adolfs Hitler.  


mbl.is Markvörðurinn tók kraft úr okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband