28.1.2022 | 21:53
Gef oss í dag vora daglegu virkjun!
Undanfarnar vikur og mánuði hefur vart verið hægt að opna svo blað eða kíkja á fjölmiðil án þess að þar sé finna nýja útgáfu af hinum háværa kröfusöng um nýjar virkjanir af öllum toga og um allt land.
Varla rekur erlendur áhrifamaður eða ráðamaður svo inn nefið hér inn nema hann sé látinn lofa hástöfum opinberlega stórbrotna forystu Íslendinga í virkjun "endurnýjanlegrar" og hreinnar orku til þess að berjast við loftslagsvána.
Þótt hér séu til virkjanir, sem gefa endurnýjanlega og hreina orku, verður Hellisheiðarvirkjun nær alltaf fyrir valinu til að heilla útlendinginn, þótt fyrir liggi, að hún var höfð allt of stór í upphafi og felur í sér stórfellda rányrkju í því sem heitir "ágeng" orkuvinnsla.
Virkjanirnar, sem nefndar eru, skipta orðið hundruðum með framleiðslu í formi margföldunar núverandi orkuframleiðslu svo skiptir þúsundum megavatta.
Slík er ákefðin, að auðveldlega væri hægt að nefna nýja og nýja virkjun á hverjum degi og skipta því bænaefni út í staðinn fyrir Faðirvorið.
Ekki er einasta landið allt undir í þessari órofa síbylju um virkjanir og risaháspennulínur, heldur líka miðin við strendurnar nú líka komin í virkjanasæginn hvað snertir vindmyllugarða þar upp á þúsundir megavatta.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir má þó eiga það að nefna í svari sínu um hinn óseðjandi virkjanaþorsta, að framleiða eigi umframorku á venjulegum vatnsárum til að nota í vatnsleysisárum kosti það mikið fé.
En virkjanakórinn færist þá bara í aukana í kröfum sínum um risasæstrengi til raforkuflutninga til Evrópu, og er sá söngur síst minni ein aðalsöngurinn um daglegar virkjanir.
![]() |
Segir augljóst að framleiða þurfi meiri orku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2022 | 17:05
5 sentimetrar og brot úr sekúndu réðu úrslitum.
Dómararnir í leik Íslands og Noregs í dag þurftu að skoða myndbandsupptöku til þess að finna út hvort boltinn hefði farið sekúndubroti of seint yfir línuna eða sekúndubroti úr sekúndu fyrir leiktímann.
Hið síðara var staðreynd og réði úrslitum um sigur Norðmanna.
Á annarri myndbandsupptöku sést, að Viktor Gísli Hallgrímsson hafði hönd á boltanum í þessu lokaskoti og skorti aðeins örfáa sentimetra til að verja skotið.
Það var jafnt á öllum tölum í leiknum allt frá stöðunni 24-24 upp í 33-33.
Hvílík spenna! Það er varla hægt að biðja um meira.
![]() |
Ísland hafnaði í sjötta sæti á EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2022 | 11:19
Skýra þarf forsendur fyrir Þeystareykjavirkjun.
Vitað er að hægt hefði verið að fara svipaða leið á Þeystareykjum og farin var á Hellisheiði og virkja þar talsvert meiri orku en gert var.
En þegar virkjunin var gangsett sagði forstjóri Landsvirkjunar að farin hefði verið varfærnisleið með því að virkja aðeins 90 megavött og sjá síðan til hvort virkjunin yrði sjálfbær.
Þetta er leið sem Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson bentu á í Morgunblaðsgrein að yrði að fara í gufuaflsvirkjunum ef þær ættu að vera sjálfbærar, en það er Helliheiðsarvirkjun ekki; alltof geyst farið.
Ef núna er allt í einu orðið í lagi að stækka Þeystareykjavírkjunn verða að ligga fyrir því sterkar staðreyndir og rök. Þau nefnir forstjórinn ekki í viðtali í dag.
![]() |
Best að virkja á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)