1.10.2022 | 22:57
Þrennar kosningar voru haldnar á hernumdu Íslandi 1942 og 1944.
Það hefur verið mikið rætt um hinar eistæðu kosningar í fjórum héruðum Úkraínu sem eru að stórum hluta á valdi Rússa, og þær sagðar óvenjulegastar fyrir þá sök að vera haldnar undir byssukjöftum innrásarliðs.
Og víst er um það að engar kosningar fóru fram í Víetnam þegar stríðið þar stóð sem hæst né heldur í Kóreu.
Hins vegar er það staðreynd að þegar tvennar Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi 1942 og þjóðaratkvæðagreiðsla um lýðveldisstofnun 1944 stóð Seinni heimsstyrjöldin sem hæst og um 50 þúsund hermenn Bandaríkjamanna og Breta réðu yfir landinu og háðu grimmilegt stríð á höfunum við landið.
En þar endar samsvörunin við hernám Rússa í Úkraníu. Engin hernaðarátök fóru fram á Íslandi á stríðsárunum, en Þjóðverjar gerðu tvær loftárásir með einni flugvél í hvort sinn og ein þýsk flugvél var skotin niður.
En á hafinu geysuðu einhver mannskæðustu átök styrjaldarinnar og var orrustan mikla þar sem flaggskipum Breta og Þjóðverja var sökkt þeirra mest, en kafbátahernaðurinn og árásirnar á skipalestir kostuðu hundruð þúsunda mannslífi.
Í kosnningunum tvennum 1942 var ekki að finna vott af neinum tilraunum hersins til að hafa áhrif, en í lýðvaldiskosningunum 1944 kom Bandaríkjaforseti því áleiðis til íslenskra ráðamanna, að flýta sér ekki of mikð í því máli.
Ljóst mátt vera að í því máli, þótt leynt færi, að stofnun lýðveldisins yrði að vera með þöglu samþykki Bandamanna.
Þrátt fyrir að tæknilega megi segja að í afmörkuðum atriðum sé að finna einhverja samsvörun með kosningum hér á landi á stríðsúrunum og kosningunum í Úkraínu nú, eru himin og haf á milli "rússnesku" kosninganna og hinna íslensku þegar allt er vegið saman.
![]() |
Segir þriðju heimstyrjöldina löngu hafna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)