Ýmis líkindi við Kóreustríðið. Langvinnt tafl?

Ýmis líkindi má sjá með Úkraínustríðinu og Kóreustríðinu 1950 til 1953.  Bæði stríðin hófust með óvæntri árás yfir eins konar járntjald. 

Pútín lýsti því við upphaf síns stríðs að Úkraína væri í raun hluti af Rússlandi og ætti sér ekki tilverurétt. 

Norður-Kóreumenn töldu skiptingu Kóreu í tvö ríki í lok Seinni heimstyrjaldarinnar fullkomlega óeðlilega og töldu sig vera að sameina landið á ný með því að leggja allan skagann undir sig. 

Litlu munaði að þeim tækist það og taflið snerist við með sókn Vesturveldann norður eftir þar sem Kínverjar skárust í leikinn og sendu mikið lið "sjálfboðaliða" til að snúa taflinu við. 

Sending rússneskra hermanna inn í Hvíta-Rússland er af svipuðum toga. 

Í Kóreu myndaðist pattstaða, sem ekki var hægt að rjúfa með friðarsamningum. 

Eftir þriggja ára styrjðld varð þrautalausnin vopnahlé, sem enn er í gildi 65 árum síðar. 

Erfitt er að sjá fyrir sé möguleika á friðarsamningum í Úkraínustríðinu. 

Ástandið kann að kalla fram þróun, sem hugsanlega gæti gefið möguleika á einhvers konar vopnahléi eftir einhver ár. 

Enn er verið að tefla skákbyrjun þar sem báðir aðilar flytja sitt lið fram, Svíar og Finnar með upptöku aðildar að NATO, en Rússar með færslu hermanna frá sér inn í Hvíta-Rússland.


mbl.is Rússneskir hermenn komnir til Hvíta-Rússlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband