Staða mála á eldstöðvum landsins gerbreytt vísindalega.

Margir fá það líklega á tilfinninguna að áreiðanleiki visindamanna varðandi ástand eldstððva og spá um líkindi á umbrotum þar hafi orðið minni en áður var. 

En stórbætt mælingatækni hefur hins vegar gert slíkar 

Þegar gefin er upp nafnaröð eldstöðva, sem líklega gætu allar gosið í einu innan árs, svo sem Hekla, Katla, utanverður Reykjanesskagi, Bárðarbunga, Askja og Öræfajökull, verður að gæta þess, að vegna algerrar byltingar í mælingatækni, er engin leið að vita, hvort fyrr á árum hafi orðið breytingar eða umbrot á borð við þær, sem hafa til dæmis verið í Öskju síðustu misseri, án þess að um slíkt hafi verið vitað eða neitt hafi gerst af því á fyrri tímum. 

Askja er ágætt dæmi, því að vegna skorts á nútíma mælingum fyrr á tíð, er ekki vitað hvort svipuð atburðarás um hækkun lands og kviku á tveggja kílómetra dýpi án þess að eldgos hafi orðið gerðist einhvern tíma á síðustu öld. 

Einnig veldur vöntun á mælitækni fyrr á tíð því, að samanburð skortir á núverandi þróun og einhverju sambærilegu fyrir mörgum áratugum. 

Ein af "sviðsmyndunum" í Öskju er sú, engin kvika muni koma upp á yfirborðið að svo stöddu.   


mbl.is Ekki óhætt að fara í hellaskoðun í Kötlujökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband