Ronaldo talaði líka niður til Íslendinga á ósmekklegan hátt.

Cristano Ronaldo kom á hrokafullan og lítilsvirðandi hátt fram gagnvart okkur Íslendingum hér um árið þegar okkur gekk hvað best í leikjum við lið á borð enska, hollenska og argentínska landsliðið. 

Hann sagði hreint út að íslenska liðið væri lélegt annars flokks lið. 

Þessum hroka og yfirlæti gleyma margir Íslendingar seint. Ronaldo er það storstirni, sem hefur skorið sig úr að þessu leyti, ekki síst eftir að hann er ekki sami yfirburðamaðurinn og stórstirnið og hér um árið. 

Þetta er tiltölulega sjaldgæft hjá þeim bestu sem sýna yfirleitt hógværð og kurteisi.   


mbl.is Ronaldo strunsaði inn í klefa fyrir leikslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hláleg rök fyrir þvi að skerast úr leik í alþjóðlegum aðgerðum.

Ein af algengustu rökunum, sem beitt er iðulega gegn þátttöku Íslands í alþjóóðlegum aðgerðum af ýmsu tagi, eru þau, að Íslendingar séu svo svo fáir, að það muni ekki nitt um framlag okkar og þess vegna ættum við að segja okkur frá þátttöku í aðgerðum á borð við þær að minnka kolefnisfótspor landsins. 

Við ættum kröfu á því að losna við alls konar kvaðir af svona toga. 

Þetta eru hláleg rök. Með þeim gæti hvaða 300 þúsund manna borg sem er í heiminum heimtað að vera stikk frí í alþjóðlegum aðgerðum.  Óg með svipuðum rökum gætu til dæmis fámenn sveitarfélog á borð við Grímey krafist þess að losna alveg við að greiða skatta og gjöld til ríkissjóðs, því að það munaði hlutfallslega nær ekkert um þau.´  

Enn hlálegra eru þau rök, sem sífellt hefur verið haldið fram, að vegna þess að íslenskar eldstöðvar spúi hvort eð er margfalt meiri koltvísýringi út í andrúmsloftið en bílafloti landsins, sé fráleitt að vera að minnka útblástur hans; heldur eigi Íslendingar að segja sig frá öllum þessum fánýtu og þýðingarlitlu aðgerðum. 


mbl.is Jafngildir losun frá 800 fólksbílum á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband