Myndbandstökurnar smærra framfaraskref en ætlunin var?

"Dómarinn er hluti af leikvellinum" var setning sem í meira en öld réði ein ríkjum um dómgæsluna, sem hefur verið þrætuepli alla tíð frá upphafi knattspyrnunnar.

"Gatmarkið" fræga á Melavellinum hér í gamla daga verður eilífðar þrætuepli og engar myndatökur eru fyrir hendi í því máli. 

Dómarar og línuverðir voru í engri aðstöðu til að sjá hvort boltinn féll í gegnum þaknetið alveg rétt aftan við þverslána eða ekki. 

Engin bein sönnun var fyrir hendi um það hvort gatið á netinu var komið áður en boltinn féll þar niður eða ekki komið. 

Margir vonuðust eftir að ný myndatökutækni, sem nú er notuð, myndi fara langt með að útrýma vafaatriðum, sem fara annars fram hjá dómurum eða verða til þess að rangir dómar eru felldir. 

Sú von hefur að talverðu leyti reynst tálsýn og ekki útrýmt alvarlegum álitaefnum. 

Aðeins nákvæm og ítarleg skoðun á öllum atvikum, sem myndatæknin er notuð til að hjálpa til við úrskurð dómara getur leitt í ljós hvort framför sé það mikil að það réttlæti þessa nýju tegund dómgæslu. 

Ólíklegt er að henni verði hætt, því að áfram munu gerast atvik þar sem dómurum finnst það kostur að geta gengið að þessari hjálp við að kveða upp rétta dóma.  


mbl.is Höfum fengið tíu ákvarðanir myndbandsdómara gegn okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband