3.10.2022 | 22:15
"Stúlkan með silkimjúku röddina"?
Þeir sem muna enn nokkuð vel eftir vinsælustu dægurlagasöngvurunum um miðjan sjötta áratug síðustu aldar og voru þá um fermingaraldur muna enn vel eftir auglýsingaherferð í útvarpi þegar Erla Þorsteinsdóttir var kynnt til sögunnar sem "stúlkan með silkimjúku röddina."
Þetta voru afar óvenjulegar auglýsingar á þeim tíma og notaðir til að auglýsa söng hennar á samkomustað við Elliðavatn.
En minni manna getur verið fallvalt þegar langur tími líður og fróðlegt væri að vita nánar um hið rétta í þessu máli og sömuleiðis um það, að Freymóður Jóhannsson hafi verið aðalmaðurinn á bak við það koma Erlu á framfæri og þar með söng hennar á lögum 12. september.
Það sem gerir erfiðara að muna rétt þessi atriði er það nafn sem notað var síðar við gerð platna Erlu, "Stúlkan með lævirkjaröddina."
![]() |
Andlát: Erla Þorsteinsdóttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)