Bíllinn, sem hefur brotið margar reglur í hálfa öld.

Fyrir 50-60 árum voru enn á margar bílgerðir með vélina fyrir aftan afturhjól og afturdrif. En þeir voru á útleið hjá Volkswagen, Renault, Simca, Hillman og fleiri á sama tíma sem Porsche verkmiðjurnar héldu enn fast í sínar gerðir. 

Aðalástæðan fyrir góðu gengi þessara afturdrifsbíla var sú, að þeir voru heldur einfaldari smíð rétt eins og Bjallan og Renault 4CV höfðu verið eftir stríð. 

VW þráaðist aðeins við með því að framleiða stærri rassmótors bíla, en Passat, Polo og Golf tóku við, byggðir eftir meginreglu Issigonis og Mini hans með fyrirkomulagi í framdrifi og vél þversum frammi í, sem síðar náði um 85 prósent hlutdeild í heimsframleiðslunni. 

Enda brotin sum helstu lögmál í framleiðslu bíla með því að hafa sex strokka mörg hundruð hestafla vél setta niður aftast í bílnum fyrir aftan afturhjól. 

Samkvæmt eðlisfræðilegum lögmálum átti Porsche 911 að vera dauðadæmdur með svona svakaleg brot á reglum um þyngdardreifingu í bílum, að ekki sé nú minnst á loftkælingu vélarinnar. 

Porsche lét undan í fyrstu með því að framleiða spánnýjan arftaka, Porsche 928, með vatnskælda vél á venjulegum stað, en þrátt fyrir það seldist hann ekki, heldur hélt 911 velli. 

Á tímabili keppti einn besti rallökumaður heims, hinn sænski Per Eklund á Porsche 911 og gaf mörgum bestu röllurum heims langt nef. 

Einn helsti kostur 911 var sá tvöfaldi ávinningur sem fólst í því að hafa vélina langaftast í bilnum. 

Með því tókst að viðhalda leyfilegu sæti fyrir tvo aftur í og spyrnan í svona afturþungum bíl var auðvitað hrikalega góð. 

 

Porsche 911 eins og hann er í dag er afrakstur þrotlauss starfs kraftaverkamanna og galdrakarla framleiðendanna, sem hafa þróað hann og bætt stanslaust, og þó ekki grimmara en svo, að skipta úr loftkælingu yfir í vatnskælingu.

Stærsti gallinn gufar upp miðað við kostina. 

Síðuhafi hefur að vísu hrifist af öðrum gerðum Porsche sem eru með miðjuvél eins og kappakstursbílar, en missa þar með sætispláss fyrir fleiri en einn farþega. 

Má orða það þannig, að 911 hafi í gegnum áratugina viðhaldið því að taka 200 prósent fleiri farþega en hinir sportbílarnir frá Porsche, og þegar við bætist að þetta er fyrir löngu orðin óviðjafna:nleg goðsögn, yrði val síðuhafa alveg á hreinu; 911 af aflmestu gerð. 

 


mbl.is Tveir 911 frumsýndir um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband