Gott að þetta mikilvæga verkefni Egils er áfram á dagskrá.

Hinn fjölhæfi listajöfur Egill Ólafsson hefur svo mikla breidd í fjölbreyttri listsköpun og listflutningi sínum, að þrátt fyrir að verða að draga saman seglin af heilsufersástæðum, þar sem mestrar raddhæðar er þörf, fær hann nú mikilvægt verkefni við krefjandi kvikmyndaleik, þar sem mikið reynir á sveigjanlegri tilbrigði í lægri tóntegundum. 

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Egill leysir það, og má nefna flutning hans á auglýsingum Toyota sem dæmi um frumlega útfærslu á því sviði. 

Parkinsonsjúdómurinn leggst ákaflega misjafnlega á fólk og í því felst mikil viðurkenning á stöðu Egils, hve einróma virðing, þökk, aðdáun og ást almennings á honum hefur birst í viðbrögðum allra við hinu nýja hlutverki hans, þar sem einróma hvatning og uppörvun hefur skinið í gegnum öll ummælin um hinn dáða fjöllistamann. 


mbl.is Veikindi Egils hafa ekki áhrif á kvikmynd Baltasars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband