15.11.2022 | 23:33
Nýtt alþjóðaorð: "Przewodu"
Úkraínustríðið hefur leitt fjölda staðarnafna á stríðssvæðinu til öndvegis á alþjóðavísu.
Eitt af þeim er nafn pólska þorpsins Przewodu skammt frá landamærunum við Úkraínu, þar sem eldflaugar drápu tvo.
Staðfastir aðdáendur Pútíns hér á landi hafa þegar fundið það út sjálfir, að Úkraínumenn hafi drepið þessa Pólverja til þess að egna Pólverja til ófriðar.
Mikið er í húfi að menn vendi vel til viðbragða í þessu máli svo að 5. grein NATO sáttmálans verði ekki virkjuð.
![]() |
Rússneskar flaugar drápu tvo í Póllandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2022 | 01:57
Ný úrkomuhegðun heldur áfram á Austfjörðum og vestur að Kreppu?
Eftir árleg kynni af austasta hluta norðurhálendisins liggur fyrir, að breyting hefur orðið síðustu 20 ár.
Fyrir aldamótin náði regnsvæðið, sem barst með lægðum úr suðaustri upp að landinu ekki að ráði vestur að Kreppu eins og oftast nú orðið, heldur myndaði Snæfell ákvæðna fyrirstöðu fyrir því.
Fyrir bragðið voru Kringilsárrani og Hjalladalur þurrasta svæði norðurhálendisins og griðland hreindýra. En eftir aldamót var áberandi hve mikil úrkoma í formi snævar komst áfram fyrir vestan Snæfell, þannig að hin gömlu mörk hins þurrs svæðis og hins vots eða snjóþungs svæðis hafa færst að ánni Kreppu.
d
![]() |
Boða til íbúafundar vegna mikillar úrkomu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.11.2022 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)