Ný úrkomuhegðun heldur áfram á Austfjörðum og vestur að Kreppu?

Eftir árleg kynni af austasta hluta norðurhálendisins liggur fyrir, að breyting hefur orðið síðustu 20 ár. 

Fyrir aldamótin náði regnsvæðið, sem barst með lægðum úr suðaustri upp að landinu ekki að ráði vestur að Kreppu eins og oftast nú orðið, heldur myndaði Snæfell ákvæðna fyrirstöðu fyrir því. 

Fyrir bragðið voru Kringilsárrani og Hjalladalur þurrasta svæði norðurhálendisins og griðland hreindýra. En eftir aldamót var áberandi hve mikil úrkoma í formi snævar komst áfram fyrir vestan Snæfell, þannig að hin gömlu mörk hins þurrs svæðis og hins vots eða snjóþungs svæðis hafa færst að ánni Kreppu. 

d


mbl.is Boða til íbúafundar vegna mikillar úrkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta svokallaða griðland þitt, fyrir hreindýr við Kringilsárrana og Hjalladal....

Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunnar reyndu að telja fólki trú um að það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir hreindýrastofninn ef af virkjuninni yrði.

Það reyndist auðvitað tóm þvæla eins og aðrar fullyrðingar náttúruverndarsinna.

Spóa og lóustofninn áttu að vera í hættu, sela og fiskistofnar úti fyrir Héraðsflóa að vera í hættu, loftslag á Héraði að kólna vegna viðbætts jökulvatsns í Löginn að ógleymdum "fagurbláum lit" Lagarins sem hyrfi.

Vissulega hætti lögurinn að vera steingrár og varð brúnleitari, en fagurblár hefur hann aldrei verið, eins og Andri Snær fullyrti og uppskar háð frá íbúum við Lagarfljót.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2022 kl. 14:54

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Listinn yfir bull fullyrðingarnar er langur. 

Ferðamönnum á Austurlandi átti að fækka um 70% ef af virkjuninni vegna "skaðaðrar ímyndar", eins það var orðað og um 50% á landinu öllu.

Þrátt fyrir eibeittan vilja náttúruverndarsinna að bera út óhróður um Ísland um víða veröld, þá bar það sýnilega engan árangur, nema e.t.v. síður sé eins og dæmin sanna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2022 kl. 15:01

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nær akkar "bull" fullyrðingar" þínar eru þinn eigin skáldsapur, sem þú skáldar upp til að leggja í munn náttúruverndarfólks. 

Ómar Ragnarsson, 15.11.2022 kl. 23:22

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvert einasta orð sem ég segi í athugasemdum mínum hér að ofan eru staðreyndir en auðvitað eðlilegt að þeir sem bulluðu séu á harðaflótta frá eigin málflutningi í dag þegar reynslan af framkvæmdunum eru öllum ljós.

Eins og ég sagði er listinn afar langur af bullinu en náttúrverndarsamtök, eins og t.d. NAUST, fékk fjölda "sérfræðinga" til að skrifa upp á bullið. Þessir svokölluðu sérfræðingar áttu að ljá málflutningnum trúverðgri blæ.

Ein fullyrðingin sem studd var af "sérfræðingum" var að tap yrði á virkjuninni og hún yrði baggi á ríkissjóði næstu áratugi. Hvort á að hlægja eða gráta yfir þessu bulli í dag?

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2022 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband