Ánægjulegt að eiga leið um Keflavík í gær.

Uppákomur eins og þær að aka um Keflavík þessa dagana og aka alveg óvænt inn í hvíta birtu og vera líkt og kominn mörg þúsund kílómetra burtu til Norður-Ameríku lífga upp skammdegið í mörgum skilningi. 

Ekki er aðeins, að gervisnjór auki við birtu aðventunnar og jólanna, heldur er líka ánægjulegt að þetta skuli vera hluti af vaxandi vinsældum Íslands sem vettvangur í alþjóðlegri kvikmyndagerð. 

Eitt af því sem þarf að huga að við tökur kvikmynda og ljósmynda er að ef bílar sjást, séu þeir ekki af vitlausum bílum miðað við tíma og stað. Skulu nefnd tvö dæmi. 

Á timabili stóð undir ljósmynd á ljósmyndasafni í Reykjavík, sem tekin var við Leifsstyttunni í Reykjavík, að hún væri tekin árið 1931. 

Myndin var góð heimild um þennan stað eins og hann var fyrir stríð, en eitt stakk þó í stúf, Ford fólksbíll af árgerð 1937 ! 

Annað dæmi:  Í einni af ágætum heimildarbókum um 20. öldina á Íslandi var ljósmynd, og stóð undir henni að hún væri af komu Bandaríkjahers til Íslands 1951. 

Allt gott um það að segja, en á myndinni sást glytta í Ford fólksbíl árgerð 1959 ! 

Fyrir bíladellukalla lekur stemningin svolítið niður þegar svona sést. 

Að minnsta kosti gerðist það í einni af myndum Wooddy Allens hér í gamla daga, þar sem eitt atriðið átti að gerast árið 1940. 

Allt í góðu með það þangað sást bregða fyrir bíl af 1942 árgerð! 

 


mbl.is Keflavík verður að Alaska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstaða og hugmyndaauðgi eru dýrmæt í öllum rekstri.

Hér á árum áður var jólasveinninn rafknúni, sem kinkaði kolli í glugga Rammagerðarinnar, sá eini af þessu tagi í Reykjavík. Þetta litla atriði dró athygli að versluninni og umhverfi hennar og það kom sér vel, því Hafnarstræti var ekki eins fjölfarið og margar aðrar verslunargötur. 

Nú hefur margt breyst og þá skiptir miklu að laga sig að nýjum aðstæðum og finna möguleika á sérstöðu með því að nýta hugvit og hæfileika. 

Þetta er almennt lögmál sem í raun getur virkað í öllu þjóðlífinu og efnahagslífinu.  


mbl.is Best geymda leyndarmál borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband