30.11.2022 | 22:27
Er 14-2 sigurinn meira að segja engin huggun?
Í kvöld velta danskir fjölmiðlar sér upp úr óförum danska knattspyrnulandsliðsins á HM, rekja sögu þess aftur í tímann og draga þá ályktun að þetta hafi verið mestu vonbrigðin í sögu Danmerkur.
Gleymdur er hinn einstæði sigur þeirra, 14-2 yfir Íslandi 1967, sem gæti verið verið huggun fyrir þá ef hann væri rifjaður upp.
En, - æ, liðið fékk á sig tvö mörk í þeim leik.
Þar lágu Danir í því, sem áttu svo yndislegan söng frá HM fyrir 26 árum; "Vi er röde..."
![]() |
Mestu vonbrigði í sögu Danmerkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2022 | 09:02
Þrátt fyrir stóraukna tækni geta svona dómar verið rangir.
Leikmaður fellur á afturendann í vítateigi og ber eðlilega hönd fyrir sig til þess að minnka fallið.
A þessu örstutta augnabliki sér hann ekki boltann og því síður er um nokkurn ásetning að ræða varðandi boltann; hvaða maður sem er hefði gert nákvæmlega það sama til þess að minnka höggið við fallið.
Á myndum sést þetta vel, en samt fellir dómarinn rangan dóm, sem haft getur afdrifaríkar afleiðingar.
Atvikið sýnir ekki gagnsleysi myndatökutækninnar, heldur er það þvert á móti dæmi um það að dómurum getur skjátfast.
![]() |
Vítaspyrnudómurinn var rangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)