Er 14-2 sigurinn meira að segja engin huggun?

Í kvöld velta danskir fjölmiðlar sér upp úr óförum danska knattspyrnulandsliðsins á HM, rekja sögu þess aftur í tímann og draga þá ályktun að þetta hafi verið mestu vonbrigðin í sögu Danmerkur. 

Gleymdur er hinn einstæði sigur þeirra, 14-2 yfir Íslandi 1967, sem gæti verið verið huggun fyrir þá ef hann væri rifjaður upp.  

En, - æ, liðið fékk á sig tvö mörk í þeim leik.  

Þar lágu Danir í því, sem áttu svo yndislegan söng frá HM fyrir 26 árum;  "Vi er röde..."


mbl.is Mestu vonbrigði í sögu Danmerkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Danir líta ekki á Íslendinga sem verðugan andstæðing í nokkru tilliti;
þeir eru í besta falli ekkert,
hrein ímyndun eða uppspuni.

Snákurinn og dúfan hittast aldrei um eilífð!

Íslendingar hafa í seinni tíð tekið sér fyrir hendur
að yrkja upp samskipti sín við þessa fyrrum herraþjóð sína
sem er nokkuð einkennilegt þegar haft er í huga að hlandkoppur
er og verður aldrei annað en hlandkoppur þó keyptur sé í Bing & Gröndahl.

Húsari. (IP-tala skráð) 1.12.2022 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband