Merkilegt ástand, komið vel inn í 21. öldina.

Merkilegt má telja, þegar komið er vel fram í 21. öldina, hve langan tíma það ætlar að taka að ganga endanlega þannig frá málum á tveimur mannskæðum ferðamannastöðum hér á landi, Reynisfjöru og Kirkjufelli, að banaslysum þar verði framvegis afstýrt. 

Klukkan hefur allt of, allt of lengi, tifað á undanförnum árum á meðan bíðinni hefur ekki linnt og slysin hafa gerst. 


mbl.is Vill „IKEA-leiðina“ í Reynisfjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrmæt reynsla sem fékkst fyrst í Kóreustríðinu.

Margítrekuð reynsla í samskiptum Rússa og Bandaríkjamanna og raunar líka samskiptum við Kína sýnir að opin samskipti milli deiluaðila og sem gleggstar upplýsingar um það hvað þeir eru að hugsa hvor um sig eru nauðsynlegt atriði til að koma í veg fyrir að misskilningur valdi að óþörfu röngum viðbrögðum. 

Þetta kemur einkar vel fram í fróðlegri og nýrri samanekt í Morgunblaðinu og þetta kemur hvað eftir annað fram í nýrri og stórgóðri bók Max Hastings um Kóreustríðið 1950 til 1953, sem meðal annars leiddi til komu Bandaríkjaherliðis til Íslands og varnarsamnings Íslands og Bandaríjanna, sem enn er í gildi, þótt virkt og fullbúið herlið hafi vikið um sinn frá Eeflavíkurflugvelli 2006. 

Einn af lærdómunum af Kúbudeilunni 1962 var að taka upp svonefnda "rauða símalínu" milli Kreml og Washington sem kom eftirminnilega við sögu í myndinni um doktor Strangelove. 


mbl.is „Opin lína“ á milli Hvíta hússins og Kreml
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband