Hin mikla andstaða við gjaldtöku er undraverð á heimsvísu.

Eitt furðulegasta fyrirbrigðið sem fram kemur í skoðanakönnunum um náttúruvernd og ferðamál hér á landi er það, hve stór sá minnilhluti er, sem er ymist andvígur þjóðgörðum og friðlýsingum eða andvígur gjaldtöku hjá ferðafólki. 

Þegar hugmyndir um slíkt voru viðraðar fyrir átta árum notuðu sumir orð eins og "auðmýking" og "niðurlæging" um slíkt. 

Þetta er gerólíkt því viðhorfi í ððrum löngum eins og til dæmis landi frelsisins, Bandaríkjunum, þar sem ritað er stórum stöfum á þjóðgarðapassana "stoltur þátttakandi." 

Einnig er það íslenska viðhorf að "heimamenn" eigi að vera undanþegir aðgangsgjaldi svo almennum viðhorfum erlendis, að nálgast að vera viðundur og þekkist hvergi í þeim 30 þjóðgörðum, sem síðuhafi hefur komið til. 


mbl.is Lykilþættir um framtíð friðlýstra svæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband