5.12.2022 | 20:21
Hvílík unun og skemmtun, fyrri hálfleikur hjá Brasilíu og Suður-Kóreu!
Hvílíkir yfirburðir á öllum sviðum knattspyrnunnar hefur fyrri hálfleikur leiks Brasilíu og Suður-Kóreu verið!
Það er óvenjulegt að telja það ráðlegt að hæla strax knattspyrnuleik, sem er aðeins hálfnaður, en en svo dýrlega skemmtun bauð þessi hálfleikur upp á, að það er eiginlega sama hvernig sá síðari verður, að hann verður lengi í minnum hafður.
Neymar og félagar hafa sýnt þvílíka leikgleði og snilli, að einstakt má telja.
Þetta er jú leikur milli tveggja liða, sem komust bæði upp úr undankeppni þar sem stórþjóðir á borð við Þjóðverja urðu að fara heim án þess að komast áfram.
![]() |
Neymar snýr aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2022 | 08:42
Malar-, leðju- og rykvegir úrelt fornaldarfyrirbæri.
Sú var tíðin fyrir nokkrum áratugum, að Ísland og Finnland skáru sig nokkuð úr nágrannaþjóðumsínum vegna þess að meirihluti vegakerfis landanna var með frumstæðum, mjóum, krókóttum og holóttum malarvegum.
Einkum var íslenska vegakerfið viðundur í þessum efnum.
Það gat varla talist kostur fyrir Finnana að eignast fyrir bragðið "fljúgandi Finnana", bestu rallökumenn heims, sem enn tróna á toppnum í HM i þeirri íþrótt.
Nú er að verða liðinn fjórðungur 21. aldarinnar og þegar erlendir ferðamenn eru komnir á þriðju milljón árlega eru íslensku malarvegirnir, sem enn tengja saman heilu landshlutana, orðnir að nátttröllum forneskjunnar í vegamálum.
Dæmin eru mýmörg um allt land, Skógarstrandarvegur, Vatnsnesvegur og Bárðardalsvegur oft nefndir sem illfært og holótt leðsjusvað, þar sem vart sést´út úr augum fyrir ryki í þurrkatíð.
Er svo sannarlega kominn tími til að leita ítrustu ráða til að útrýma þessum úreltu fornaldarfyrirbærum.
![]() |
Vilja skoða samfélagsveg á Skógarströnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)