Ólíklegt að Kína græði á því að ráðast á Tævan.

Það er 73ja ára gamall draumur ráðamanna Kína aðsameina Tævan meginlandinu. Ástæðan er sú að Tævan og meginlandið voru innan sama ríkis, þar til kommúnistar í Kína sigruðu í borgaarastríði við þáverandi æðstráðanda í Kína, Shang Kai Chek, formann þjóðernissinnaflokks landsins, og hrakti hann á flótta til Tævans. 

Bandaríkjamenn höfðu stutt Kínverja í styrjöld þeirra við Japani 1937 til 1945 og studdu stjórn Shang Kai Cheks áfram, meðal annar með því sú stjórn færi með umboð Kína hjá Sþ og í öryggisráðinu þar. 

Eitt af pólitískum afrekum Henry Kissingers, öryggismálaráðgafa Nixon, var að gangast fyrir ferð Nixons til Kína 1970 og friðmælast við Maó og Chou-En Lai utanríkisráðherra hans. 

Farinn var vandrataður meðalvegur í samskiptum BNA og Kína eftir þetta, og enn standa tvær gagnstæðar yfirlýsingar Kína og Kana óhaggaðar; Kína stefnir að því að sameina Tævan og Kína, en Bandaríkjamenn hafa enn þá yfirlýsingu í gildi að verja Tævan, verði á eyjuna ráðist. 

Þótt við fyrstu sýn virðist æ líklegra að Kína ráðist til atlögu, og fari í svipaðan leiðangur og Pútín í Úkraínu, Téténíu og Georgiíu, er þetta ekki svona einfalt. 

Hér eru nokkrar ástæður fyrir hinu gagnstæða, að Kína muni forðast að flækja sig um of í deilur af þessu tagi eins og nú er komið málum: 

1. Eins og hjá Rússum í Úkraínu geta áformin um glæsilegan sigur farið í vaskinn á þann hátt, að allir tapi á því stríði, ekkert síður Rússar en Úkraínumenn, sem eru þegar komnir með stríð, sem leiðir erfiðleika og tjón yfir báðar þjóðir.

Tævanir hafa staðið sig vel sem sjálfstæður aðili í alþjóðlegum viðskiptum og tækniframleiðslu, og eru samhentir í því að hafa hrundið þar í framkvæmd mjög tæknivæddu og vel reknu þjóðfélagi.  

2. Kína verður að ráðast inn í Tævan af sjó, og á þá við mesta sjóveldi heims að eiga, og þegar litið er á vígstöðu flotanna andstæðu, sést, að Kanarnir eru með mun opnari og þægilegri vígstöðu. Það er þessi vígstaða sem Kanar reyna  að halda með því að hamla sem mest gegn útþenslustefnu Kínverja á Suður-Kínahafi.

Tævanir hafa sýnt lægni í samskiptum sínum, bæði á sviði verslunar og tækni, og er þar um gríðarlega mikið fjármagn að ræða hvað snertir samskipti Kína og Tævan. Hvers vegna að hætta því og berast á banaspjótum?

Kínverjar hafa, þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingu við Rússa, farið mjög varlega í því að flækja sig um of inn í gönuhlaup hans. Það bendir til þess að þeir stefni að því að komast í þá stöðu eftir Úkraínustríðið, að hafa í raun grætt á yfirvegaðri utanríkissstefnu og tekið endanlega og örugglega hlut Sovétríkjanna sálugu sem annað að tveimur risaveldum heimsins.  

 


mbl.is Hrædd um að Kína feti í fótspor Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andófsaðgerðir alltaf vandasamar.

Komið hafa fram bæði kröfur og tilmæli af ýmsu tagi um að skella öllu í lás varðandi samskipti Íslands og Rússlands. 

Varasamt er að henda allar slíkar óskir á lofti, því að í raunveruleikanum eru margar af þessum ýmist illframkvænanegar, órökréttar eða fala í sér ósanngjarnan skaða hjá þeim sem aðgerðirnar framvæma. 

Íslendingar létu teygja sig ansi langt 2014 þegar við urðum sjálfir fyrir margfalt meiri hlutfallslegum skaða af því að loka á viðskipti við Rússa en nokkur önnur þjóð í EES.  

Nú er þess krafist að við slítum stjórnmálasambandi við Rússa, en í stöðunni gerir það ekkert nema að gera stöðu málsins verri. 

Búið er að loka fyrir leyfi rússneskra skipa til að koma í íslenskar hafnir, en Norðmenn hafa hafnað slíkum aðgerðum með öllu, og fært að því rök að í fyrsta lagi sé aðgerðin hæpin lagalega og í öðru lagi myndi hún skaða fiskveiðar allra þjóða, sem eiga aðild að veiðum í Barentshafi. 


mbl.is Komi ekki til greina að loka á rússnesk skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband