Í vopnahlésumræðum þarf sem mest að að vera uppi á borðinu.

Það er gömul og ný saga úr veraldarsögunni að stórveldi gangi oft langt í að nýta sér afl sitt og aðstöðu. Þetta hefur ævinlega þótt ljóður í heimsstjórnmálunum, sem losa þyrfti þau við, en atburðir síðusttu vikna sýna, að seint verður hægt að losa jarðarbúa við þennan draug. 

Monroekenning Bandaríkjamanna á 200 ára afmæli á næsta ári, og hún snýst aðallega um það, að í krafti afls og aðstöðu áskilja Bandaríkin sér rétt til að skerast í leikinn ef eitthvert stórveldi annað en þau vogi sér að láta til sín taka í báðum amerísku heimsálfunum. 

Í vopnahlésviðræðum hvers konar standa deiluaðilar frammi fyrir ákveðnum orðnum veruleika, þar sem sum atriðin eru kannski óhagganleg, að með því þyrti að snúa við því sem orðið er. 

Vera hers Rússa í Úkraínu er staðreynd núna, þrátt fyrir að verr gangi hjá þeim en æt vonir þeirra stóðu til. 

Úkraínumenn hafa líka staðið sig betur en almennt var búist við og það skapar heim ákveðna stöðu á hverri þeirri stundu sem samningar yrður gerðir. 

Í lok Seinni heimsstyrjaldar leit framtíðin ekki vel út fyrir Finna. Þeir höfðu álpast til þess að fara gagn Rússum í innrás Hitlers inn í Sovétríkin til að eindurheimta töpuð landsvæði í Vestrarstríðinu 1939-1940. 

Augljóst var að þau svæði yrðu aldrei endurheimt og að eina vörn Finna væri að mælast til þess að halda fullveldi, en þó með tryggðu hlutleysi í tengslum við ákveðinn íhlutunarréttar hins volduga nágranna. 

Um þetta tókst Finnum að semja og enda hin svonefnda Finnlandisering þætti oft erfið til að kyngja tókst þeim með því að viðhalda fullu trausti Stalíns og eftirmanna hans að ávinnna sér undra mikið frelsi til samvinnu við vestræna nágranna sína. 

Þar hjálpaði mikið til að Svíar höfðu í gegnum báðar heimsstrjaldirnar getað viðhaldið hlutleysi sínu og bjuggu með því til ákveðinn stuðpúða ásamt Finnum eftir 1945. 

Eitthvað svona hlýtur að verða meðal þess sem komið geti inn á borð í vopnahléssamningum í Úkraínu. 

Í slíkum samningum er því miður oft aðeins um tvennt að velja, og áframhalandin blóðbað getur varla staðið til boða. 


mbl.is Svíþjóð gæti orðið fyrirmynd Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband