Hefði verið gaman að sjá Jón Pál í svona bardaga hér um árið.

Jón Páll Sigmarsson var fágætur afreksmaður á sinni tíð og hefði haft alla burði til þess að komast í fremstu röð í hnefaleikum. 

Ekki einasta hafði hann bæði stærðina og alhliða kraft til þess að verða í fremstu röð, heldur bjó hann á hátindi ferils síns yfir yfirborða hraða, snerpu og úthaldi. 

Einna minnisverðast var þegar mikil spenna var í lokaþraut einnar keppninnar um titililinn "Sterkasti maður heims" og sýndi hvað í honum bjó og bókstaflega pakkaði keppinautunum öllum saman og lét þá líta út eins og kettlinga. 


mbl.is Hafþór sigraði Hall: Sjáðu tilþrifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín liggur ekkert á. Oft byggist hernaður á að taka sér nægan tíma.

Vetrarstríð Rússa og Finna tók rúma þrjá mánuði. Rússar fóru hrakfarir fyrstu tvo mánuðina en síðan varð liðsmunurinn, bæði hvað snerti fjölda hermanna og hergögn, smám saman til þess að Finnar voru ofurliði bornir eftir einstaklega hetjulega baráttu. 

Bandamenn réðust inn í Normandy í júníbyrjun 1944 í stærstu innrás sögunnar af sjó. 

Lítið rak eða gekk fyrstu vikurnar alveg fram í ágúst. Bandamenn þurftu sinn tíma til að gera höfnina í Cherburg í stand og safna liði og búnaði. 

Þegar því var lokið eftir harða baráttu Bandamanna við að halda velli, var komið að því að vaxandi yfirburðir í lofti og snjöll sóknaráætlun hleyptu af stað sókn þar sem allar flóðgáttir opnuðust. 

Montgomery gerði sig líklegan til þess að brjótast í gegn, en það var gert til að draga sem mestan herafla Þjóðverja þangað, og á á réttu augnabliki geystus brynsveitir Pattons fram til suðurs og siðan austur í hálfhring, sem ógnaði Þjóðverjum með umkringingu. 

Í Vetrarstríðinu voru upphugsaðar ýmsar hugmyndir hjá Bretum og Frökkum um að taka hernaðarlegan þátt í stríðinu með Finnum, en það strandaði allt á óhönduglegri aðstöðu til að framkvæma slikt, auk þess sem þá var hætta á því að aðalatriðið, að standast yfirvofandi áhlaup Þjóðverja á Frakkland og Niðurlönd yrði vanrækt. 

Ljóst var að stigmögnun Vetrarstríðsins myndi einungis gera málið enn verra og hættulegra. 

Svipað er uppi nú. Stigmögnun Úkraínustríðsins yrði glæfraspil og yrði sennilega til þess að allir aðilar biðu enn meira tjón en nú blasir ið. 

Það er sagt að Pútín dragi lappirnar varðandi það að ganga til vopnahléssamninga. 

Það er skiljanlegt í ljósi aðstöðumunar, sem minnir á aðstöðumuninn milli Rússa og Finna 1939-1940.  

Tíminn vinnur líklega með Pútín, og hann mun ekki ganga til vopnahléssamninga nema að hann sé kominn í betri stöðu en nú. 

Hann mun stefna að því að svelta og umkringja Úkraínsku borgirnar hægt og bítandi. 


mbl.is „Ekki einn blettur sem sýnir ekki merki stríðs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband