"Örvasa gamalmennið" á ferð.

Nú eru liðin um tvö ár síðan hafin var mikil herferð í Bandaríkjunum gegn Joe Biden vegna þess að hann væri orðinn svo mikið örvasa gamalmenni, að hann vissi yfirleitt hvorki í þennan heim né annan. 

Um haustið var umræðan komin á það stig, að honum væri haldið niðri í kjallara til að leyna því hve mjög hann væri kominn að fótum fram. 

Hefur þessi saga verið rifjuð upp stanslaust síðan, meira að segja marg sinnis í Reykjavíkurbréfi Moggans. 

Nú hefur þessi elliæri vesalingur farið mikinn um lönd Evrópu undanfarna daga, og nú síðast látið um munn fara ummæli um Pútín, sem margir skildu sem ákall um að hann yrði settur frá völdum í Kreml. 

Í röðum nánustu samstarfsmanna Bidens var snarlega rokið til og sagt að meiningin hjá Biden hefði verið að hrinda þeim völdum og taki, sem stefna Pútíns hefur haft á stríðið eystra. 

Hvað um það, merkilegt var að "örvasa vesalingurinn" skyldi yfirleitt vera á öllum þessum ungæðislegum þönum milli Evrópulanda sem hafa gefið honum tækifæri á að tala óskýrt.  


mbl.is Söguleg stefnubreyting dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afgönum tókst að valda bæði Sovétmönnum og Könum tjóni.

Afgönum tókst að valda bæði Sovétmönnum og Bandaríkjamönnum það miklu tjóni í það mörgg ár þegar þessi tvö stórveldi reyndu að hafa yfirráð þar, að þessi risaveldi gáfust upp á því. 

Úkraína er að vísu ekki Afganistan, en gríðarlegur stríðskostnaður hlýtur samt að vega þungt ef hann dregst á langinn. 


mbl.is Úkraínu tekist að valda rússneska hernum tjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband