Stalín passaði sig á því að brjóta ekki samningana við Vesturveldin.

Jósef Stalín var að sönnu einhver mikilvirkasti og hræðilegast harðstjóri sögunnar. 

En þegar Hitler réðst á hann 1941 hófst sá kafli samskipta Rússlands við Vesturlönd, sem fyrst nú lætur undan síga. 

Þegar Winston Churchill mælti fyrir tafarlausri aðstoð Breta við Stalín var hann minntur á fyrri ummæli sín um fjöldamorðingjann mikla en hann svaraði að bragði: "Þau orð standa, en við stöndum frammi fyrir svo hrikalegri villimensku þýsku nasistanna, að ég ef ég þyrfti að semja við kölska sjálfan um að verða samherji minn í stríði, þá myndi ég áreiðanlega finna einhver vinsamleg orð um myrkrahöfðingjann í Neðri málstofunni."

Á ráðstefnum leiðtoga Bandamanna voru sum samningaatriðin, svo sem skipting Evrópu í áhrifasvæði og ákvörðunin um að ráðast inn í Ítalíu ýmist munnlega eða rissuð upp á blað, svo sem teikning Churchills af "the soft underbelly of Europe." 

Eftir lok stríðsins voru kommúnistar sterkir á Ítalíu og í Frakklandi og stofnuðu til borgarastyrjaldar í Grikklandi. 

En Grikkland hafði lent á áhrifasvæði Breta í samtölum Churchills og Stalíns og Stalín lyfti ekki litla fingri til að hjálpa grísku kommúnistunum á neinn hátt. 

Þegar Stalín fór ansi frjálslega með samningana við Vesturveldin, gætti hann þess þó vandlega aað ekki væri hægt að hanka hann á beinum samningsbrotum. 

Berlínardeilan 1948 var háð að mörgu leyti á broslega barnalegan hátt þar sem Stalín gætti þess vel að fara eins langt og hægt var að komast upp með. 

Loftbrú Vesturveldanna kom honum á óvart og hann féll frá frekari aðgerðum. 

Í Kalda stríðinu öllu voru áhrifasvæðin virt að fullu, og til dæmis ekki einu sinni rætt um það að Vesturveldin settu flugbann yfir Ungverjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu þar sem Rússar sendu her inn í þessi lönd til að steypa sitjandi stjórn og koma upp hundflatri leppstjórn.  


mbl.is Tal um endalok Pútíns tálsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband