1300 til 1500 þúsundir drepnir í umsátrinu um Leningrad 1941 til 1944.

Allt frá orrustunni við Cannae 216 f.kr. hefur sú orrusta verið fastur liður í námsefni allra herskóla og herja. 

Hannibal vann frækilegan sigur á tvöfalt stærri her með því að búa til umkringingu liðs Terentiusar, þar sem beitt var umkringingu sem olli upplausn og ringulreið í liðinu sem umkringt var. 

Umkringingaraðferðin er kölluð "double envelopement" á erlendu máli, en oft er notað orðið tangarsókn á íslensku, því að liðskipan Hannibals fól í sér að tveir armar hers hans, með hraðskreitt riddaralið sem meginkjarna, fóru út fyrir megin átakavettvanginn sitthvorum megin, meðfram her Rómverja og komu síðan í bakið á fótgönguliði Rómverja. 

Við það riðlaðist skipan fótgönguliðsins sem þurfti skyndilega að berjast bæði fram fyrir sig og aftur fyrir sig. 

Svo afgerandi var sigur Hannibals, að af her Rómverja, sem var alls 80 þúsuund manns, lifðu aðeins 15 þúsund. 

Eitt meginatriði Leifturstríðs Þjóðverja í Heimsstyrjöldinni var, að í staðinn fyrir að berjast þyrfti á heilli víglínu þar sem fótgönguliðið héldi víglínunni heilli og skildi ekkert eftir ótekið var ný gerð hers, svonefndar brynsveitir, "panzers" 

Nú voru komnar skriðdrekasveitir og brynsveitir í stað  riddaraliðs forðum, og þar sem það hentaði, brunuðu brynsveitirnar einfaldlega áfram framhjá ýmsumm bæjum og borgum og "geymdu" þær fyrir fótgönguliðið.  

Í Barbarossa herförinni 1941 voru sífelldar umkringingar í gangi, og tvær þeirra, önnur á leiðinni til Moskvu og hin í Ukraínu, voru langstærstu umkringingar hernaðarsögunnar, hvor um sig 600 - 700 þúsund hermenn. 

Fjórða umkringin og í raun sú stærsta, var herkví Leningradborgar í alls 824 daga. Þar munurinn sá, að heil stórborg var umkringd, þannig að meginhluti hinna innilokuðu voru almennir borgarar. 

Þegar yfir lauk dóu 1300 til 1500 þúsund manns í Leningrad, meira en tífalt fleiri en í kjarorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. 

Herkví eða umkringing er hroðalegt fyrirbrigði þegar fullbúinn her umkringir lítt vopnaða eða óvopnaða íbúa, og nú virðist sem þetta grimmilega fyrirbrigði verði aðalatriðið í herför Rússa. 

Líklega hafa þeir valið þessa hægt drepandi aðferð til að spara mannslíf og lemstranir í röðum innrásarhers síns, en ef vopnabúnaður Ukraínumanna er mun betri en ætlað var, gæti þetta dregið stríðið á langinn. 


mbl.is Viðræður stóðust ekki væntingar Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki skilyrði um að stjórnin fari frá.

Svo virðist sem Rússar geri ekki kröfu um að ríkisstjórn Úkraínu fari frá völdum í nýjustu kröfugerð sinni. 

Krafan um að Úkraínumenn leggi niður einhliða niður vopn getur hins vegar ekki talist raunhæf, heldur afarkostir og uppgjöf, nema sem önnur hliðin af vopnahléi, sem báðir aðilar semji um.  


mbl.is Hætta „undir eins“ ef Úkraína uppfyllir skilyrðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband