9.3.2022 | 23:47
Stríðið minnir á nálægð sína.
Pútín hefur sett Ísland yfir lista sinn yfir óvinveittar þjóðir. Megin kennisetning hans er um að um sé að ræða tvenns konar viðfangsmenn sinn eða lands síns: Óvini eða svikararar.
Ísland er í NATO og í raun voru það tveir ráðamenn okkar sem settu okkur á lista "viljugra þátttökuþjóða í innrásinni í Írak 2003.
Ekki hefur séð fyrir endann á þeim hörmungum sem þessi innrás olli, gerð á uppskálduðu gaspri um gereyðinavopn, sem aldrei fundust.
Í Arabíska vorinu svonefnda 2011 vorum tengd notkun NATO flugvéla í Líbíu, alla tíð síðan hafa afleiðingar hinnar misheppnuðu krossferðar Arabíska vorsins verið hörmulegt viðfangsefni vestrænna Evrópuþjoða.
Stríðið núna með gný yfir Reykjavík í kvöld er hins vegar mun nær okkur, ekki síst fyrir það að nú hefur verið hótað notkun kjarnavopna, sem á að getað drepið hvern mann í óvinaríki fimm sinnum!
![]() |
Þotur portúgalska flughersins vöktu óhug borgarbúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2022 | 13:26
Allt flækjustig er varasamt og hættulegt.
Í hernaðarsögunni úir og grúir af mismunandi beinum afskiptum stórvelda af styrjöldum, bæði borgarastyrjöldum og styrjöldum þjóða á millum.
Í spðnsku borgarastyrjuldinni sendu ítalir, vesturveldin og Sovétmenn bæði vopn og "áhugahermenn" til Spánar allan tímann, og meira að segja sendi Hitler sérstaka herflugsveit, "Legion" til beinna loftárása á þorp og bæi, og var hinn hrottalega árás á Baskabæinn Guernica til það að æfa og fullframkvæma hinar villimannlegu árásir, sem síðar lögðu Covetry, Hamborg, Belgrad, Dresden og Köln í rúst.
Nú er margfalt meira í húfi í ljósi hótana Pútíns um kjarnorkustríð og þriðju heimsstyrjöldina.
Hvað það snertir er allt flækjustig í þátttöku NATO stórhættulegt og raunar smánarlegt hvað snertir kjarnorkuógnnia hjá þjóðum, sem kalla sig siðmenntaðar.
Fyrir þátttöku Bandaríkjanna í Seinni heimsstyrjöldinni kölluð Kanar sig "vopnabúr lýðræðisþjóðanna" og bæðu seldu þeim vopn og lánuðu síðar með sérstökum "Láns- og leigulögum" sem Churchill kallaði "Magna Carta vorra tíma.
Kínverjar drógust óbeint inn í Kóreustríðið 1951 og þá var það Douglas Mac Arthur hershöfðingi sem hótaði beitingu kjarnavopna, en Truman forseti afstýrði því með því að reka hershöfðingjann.
![]() |
Segja boð Pólverja ekki gerlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)