10.5.2022 | 22:50
Nöfn á meðmælendalistum þýða ekki það að viðkomandi kjósi listann.
Undanfari almennra kosninga er að safna saman undirskriftum tilskilins fjölda kjósenda á svokallaða meðmælendalista.
Sumir halda að með því lýsi viðkomandi kjósandi yfir því að hann ætli að kjósa listann, en það er misskilningur.
Kosningin sjálf er leynileg og þegar atkvæði er greitt er ekki hægt að rekja það, hvernig hver kjósaandi um sig ráðstafaði því.
Nafnið á meðmælendalistanum þýðir því aðeins það, að sá, sem það ritar, er meðmæltur því að viðkomandi flokkur eða hópur fái að bjóða fram.
Enginn má þó mæla með fleiri framboðum en einu, og meðmælandinn verður að eiga lögheimili í kjördæminu.
Þessu eru margir ekki klárir á eða gleyma því að hafa mælt líka með því að annað framboð bjóði fram.
Af þessu leiðir að það er erfiðara en sýnist í fljótu bragði að safna gildum meðmælendum, og geta ógildar undirskriftir verið allt að fjórðungur allra nafna á listunum þegar kjörstjórn fer yfir þá til samþykktar.
![]() |
Framboð Birgittu stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2022 | 08:02
Sögulegt lágmark í ljósi langrar sögu.
Sjálfstæðisflokkurinn og fyrirrennarar hans höfðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og borgarstjórann þar með lungann af síðustu öld 1920-1994 að árunum 1978 til 1982 undanskildum.
Flokkurinn fékk 57 prósent atkvæða og 10 borgarfulltrúa af 15, og í stjórnartíð Davíðs Oddssonar náði Sjálfstæðisflokkurinn jafnvel enn meira fylgi.
16 prósent núna er aðeins rúmlega fjórðungur þessa fylgis og óralangt frá því sem áður var.
Vangaveltur um það að á Eurovisionkvöldi muni Píratar skila sér illa á kjörstað eru lítil huggun fyrir hið fyrrum stórveldi í borginni.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni skreppur saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)