Sögulegt lágmark í ljósi langrar sögu.

Sjálfstæðisflokkurinn og fyrirrennarar hans höfðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og borgarstjórann þar með lungann af síðustu öld 1920-1994 að árunum 1978 til 1982 undanskildum. 

Flokkurinn fékk 57 prósent atkvæða og 10 borgarfulltrúa af 15, og í stjórnartíð Davíðs Oddssonar náði Sjálfstæðisflokkurinn jafnvel enn meira fylgi. 

16 prósent núna er aðeins rúmlega fjórðungur þessa fylgis og óralangt frá því sem áður var. 

Vangaveltur um það að á Eurovisionkvöldi muni Píratar skila sér illa á kjörstað eru lítil huggun fyrir hið fyrrum stórveldi í borginni.   


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn í borginni skreppur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Ef svo fer sem er hreint ekki útilokað
að Framsóknarflokkur verði sigurvegari
kosninganna í Reykjavík með 5 menn þá
gæti orðið fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu!

Húsari. (IP-tala skráð) 10.5.2022 kl. 14:43

2 identicon

Vonandi næst samstaða um bættar samgöngur innan borgarinnar og friður um

flugvöllinn. Auðveldar samgöngur eru lífæð hvers samfélags.

magnús marísson (IP-tala skráð) 10.5.2022 kl. 16:47

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sælir bloggbræður

Gagnlegar umræður um sveitastjórnarmál koma einnig inn á landsmál og eru lýðræðislegri en þegar kosið er til Alþingis. Bæja og sveitastjórnir eru nær fólkinu og 2% kjósenda eru vel virkir og í framboði. Hef hlustað þegar tækifæri gefst á frambjóðendur flokkana á Útvarpi Sögu. Sýnir hvað lítill og fjölbreytur fjölmiðill er mikilvægur lýðræðinu. Útvarp sem þiggur enga ríkisstyrki í flóði úthlutana úr ríkissjóði.

Samt er sem eitthvað holrúm, tómarúm sé í þessum kosningum. Sjaldan leitað að útgjaldaliðum, enda þótt allir sjóðir sveitafélaga séu tómir. Launaliðurinn er komin yfir 60% af heildartekjum, líkt og hjá ferðaþjónustunni. Þegar leitað er eftir frekari þátttöku ríkissjóðs er sveitastjórnarmönnum bent á að auka tekjur. Verðbólgustjónun? Sveitastjórnarmenn virðast vera ábyrgari og telja sig ekki getað aukið álögur. Ef Framsókn vinnur á í Reykjavík er það ávísun á að margir kjósendur séu ekki meðvitaðir um hvernig borginni er stjórnað og sjóðir tæmdir. 

Sigurður Antonsson, 10.5.2022 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband