"Skjóta helvítin!"

Alveg var það óborganlegt á sínum tíma hvernig Laddi túlkaði hinn skotglaða Norðlending í grínþáttum í sjónvarpinu og hrópaði með sérstakri áherslu á norðlenska framburðinn á samhljóðunum: "skjóta helvítin!!"

En gamanið fer að kárna ef það er sjálfur forseti Bandaríkjanna sem eggjar lögregluna til stórræða gegn mótmælendum með því hrópa hvatningarorð til þeirra um að beita skotvopnum gegn mótmælendum fyrir utan Hvíta húsið 2020.  

Fleira í svipuðum dúr sagði hann á ferli síum, til dæmis þegar hann beindi orðum sínum til byssueigenda í sjónvarpskappræðum með því að horfa beint framan í myndavélina og biðja þá um að vera rólega en tilbúna; í tuskið væntanlega; þegar kosið yrði. 

Byssugleði Kananna er aðallega fyrir sunnan landamærin milli Kanada og BNA og margfalt fleiri skotnir árlega hlutfallslega fyrir sunnan landamærin og hrekkur þá sú útskýring skammt að það sé eðlilegt að byssueign og notkun sé nauðsynleg í landnemaþjóðfélagi. 


mbl.is Trump hafi viljað skjóta mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafslandið fer oft verst útúr skæðum farsóttum.

Spænska veikin kom ekki fyrst upp á Spáni,  heldur í Bandaríkjunum, sem þá voru að senda hundruð þúsunda hermanna til Evrópu á síðasta ári Fyrri heimsstyrjaldarinnar.  

Hún drap fleiri en féllu í bardögum stríðsins og því var gríðarlega mikilvægt fyrir stríðsþjóðirnar að láta hana ekki hafa of mikil áhrif á baráttuþrek herjanna. 

Af því að Spánn og Portúgal voru hlutlaus í báðum heimsstyrjöldunum skipti plágan ekki eins miklu máli í þessum tveimur löndum, og því fékk Spánn að ósekju á sig þann stimpil sem heiti drepsóttarinar færði landinu.  

Donald Trump og fleiri sóttu það fast á tímabili að nefna COVID-19 Kínaveikina, enda veiran með upphaf þar þegar í lok 2019.  

Þegar litið var til upphafs spönsku veikinnar var það þó umdeilanlegt, en einkum voru rök Trumps fáránleg, sem hann hélt ákveðinn fram á blaðamannafundunum með doktor Fauci; sem sé þau að veikin væri kínverskt sýklavopn, sem Kínverjar hefðu framleitt eingöngu í þeim tilgangi að kom í veg fyrir endurkjör Trumps!  

Í ljósi þess hve grátt kínverjar eru leiknir af veikinni sýnir þessi margtuggða skýring Trumps aðeins það eitt, að hann stendur ævinlega í þeirri trú að hann sé merkilegasta mikilmenni allra tíma og að allt snúist um eða eigi að snúast um hann.  


mbl.is Kínverska efnahagsundrið í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband