Sumir útlendingar geta ekki skilið einföld atriði íslenskra staðhátta.

Kannski ætti fyrirsögnin hér að ofan að vera svona. Margir Íslendingar skilja ekki skilningsleysi margra erlendra ferðamanna á einföldum atriðum íslenskra staðhátta. 

Þetta skilningsleysi virðist oft vera næstum yfirskilvitlegt. Gott dæmi um það er erlendur heimshornaflakkari, sem hafði gert margar frásagnir af ævintýrlegum ferðum sínum í mörgum heimsálfum og leitaði til mín um ráðgjöf fyrir Íslandsferð, sem ekkert gæfi fyrri ferðum eftir og efldi þegar áunna frægð hans fyrir einstæð áhættuafrek. 

Hann sendi mér ferðaáætlun sína, og miðað við það hve víða maðurinn hafði farið, brá mér í brún við að sjá enn eina slíka ferðaáætlun vanra útlendinga, þar sem búið var að njörva allan leiðangurinn niður dag fyrir dag í fjórtán daga. 

Nú hófst tímabil endalausra símtala og tölvupósta þar sem aðalatriðið var strax nefnt sem ráðgjöf til hans:

"Fyrsta ráðlegging mín til allra, sem biðja mig um ráðgjöf um Íslandsferð, er að henda svona skriflegum og nákvæmum áætlunum og laga ferðina að íslenska veðurfarinu. Þar að auki ætlar þú að fara þessa ferð þína fyrri hluta janúar og fara um landið þvers og kruss. 

Það er algerlega vonlaust að reyna slíkt og ávísun á gersamlega misheppnaða ferð." 

Maðurinn sagðist ætla að nota þessar ráðleggingar en gerði þveröfugt. Það var sama hvað honum send mikil gögn um íslenskar staðreyndir, heldur sótti alltaf í sama farið.

Ljósmyndir af gögnum á borð við almanak Háskolans um sólarhæð og lengd dagsbirtu reyndust honum óskiljanleg. 

Tillögur um að fara þessa vetrarferð ekki fyrr en í fyrsta lagi í apríl voru honum lika  óskiljanlegar. 

Að lokum dróst hann þó á að koma í janúarlok og hefja ferðina á Akureyri. 

Niðurstöðurnar urðu fjórir nothæfir dagar norðaustanlands en tólf dagar gerónýtir. 


mbl.is Óð út í sjóinn við Reynisfjöru í sundskýlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skárra er seint en aldrei að koma skikki á rafhlaupahjólin.

Í góðviðrinu í dag hefur mátt sjá mikla umferð rafhlaupahjóla á ferð á rafreiðhjólinu Náttfara milli eystri hluta Grafarvogs og Skeifukerfisins. 

Fróðlegt hefur verið að bera þessar tvær gerðir rafknúinna hjóla saman. 

Á rafreiðhjólinu er jafnan verið með lokaðan hlífðarhjálm, í sérstökum vélhjólaklossum á fótum með hnjáhlífum auk vélhjólahanska með árekstraverjum. 

Allan ferðatímann voru hins vegar alls konar rafhlaupahjól á ferðinni og enginn með hlífðarhjálm eða aðrar varnir, og fullt af krökkum, alveg niður fyrir tíu ára aldur á harðaspani yfir hvaða gatnamannvirki sem í vegi urðu, þvers og kruss. 

Mörg þeirra voru á langtum meiri hraða en 25km/klst. 

Tillögur um reglur og úrbætur sýna ekki aðeins, að skikki verði að koma á ofannefnt, heldur einnig á hegðun fullorðinna, svo sem ölvun.  

Þetta er búið að dragast allt  of lengi en skárra er seint en aldrei, enda vel hægt að læra af þeirri reynslu annarra þjóða sem komin er. 


mbl.is Settar verði reglur um rafhlaupahjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband