Hvaða land nær lengra í suður, norður, austur og vestur en Ísland?

Um tuttugufaldur stærðarmunur Grænlands og Íslands getur verið talsverður biti að kyngja út af fyrir sig. 

En fleira kemur til hvað varðar þetta land, sem liggur talsvert miklu nær Íslandi en Færeyjar. 

Þar er fjarlægðarmunurinn um 200 kílómetrar. 

Grænlandsjökull og hæðin yfir Grænlandi hafa afgerandi áhrif á loftslagið á Íslandi. 

Af því að hæðin er sú næsthæsta á hnettinum að meðaltali í janúar, næst á eftir Síberíuhæðinni, en aftur á móti lægsti meðalloftþrýstingur jarðarinna suðvestur af Íslandi í sama mánuði, er afleiðingin einhverjir mestu umhleypingar og vindar á jarðarkringlunni.  

Og svarið við spurningunni í fyrirsögn þessa pistils er sláandi. 

Spurt er: Hvaða land nær lengra í suður, norður, austur og vestur en Ísland?

Svar: Grænland. 

 


mbl.is Fyrstu landamæri Grænlands verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja stórstyrjöldin þar sem einvaldur fer offari á sléttum Rússlands og Úkraínu.

Fróðlegt er í ljósi sögunnar að skoða gögn um þrjár grimmilegar styrjaldir, sem háðar hafa verið í Rússlandi og Úkraínu, og voru háðar eingöngu vegna ofríkis og valdafíknar harðra einvalda. 

1812 fór Napóleun Bónaparte með stærsta her, sem sést hafði í Evrópu og hét réttnefninu Stórherinn, Grand Armeé, alls 570 þúsund menn. 

Herinn komst alla leið til Moskvu eftir harðar orrustur, þar sem orrustan við Borodino varð frægust. 

90 prósent íbúa Moskvu flýðu borgina og brenndu tvo þriðju hluta hennar til grunna. 

Rússakeisari dvaldi hinn rólegasti í St. Pétursborg og nú varð ljóst að Napóleon hafði gengið í gildru eigin mistaka varðandi þessa herför, sem snerist upp í harmleik og baráttunni við skort af öllu tagi og rússneska vetrarins með frosti allt að 30 stigum. 

Aðeins sjötti hluti Stórhersins komst til baka og hetjuleg barátta Napóleons endaði með algerum ósigri við Waterloo tæpum þremur árum síðar. 

Sókn hers Adolfs Hitlers til Moskvu 1941 varð endurtekning hrakfarar Napóleons nema að her Hitlers var sex sinnum stærri. 

Leið innrásarhersins varð sú sama og 1812 og staðir eins og Minsk, Vyazma, Smolensk og Borodino urðu aftur sögulegir.  

Aðeins 19 kílómetrar voru eftir til Kremlar þegar herferð Hitlers breyttist í hrakför, sem átti endalok með dauða hans rúmum þremur árum síðar og flótta frá Stalíngrad til Berlínar. 

Herferðin 1941 náði yfir mun stærra svæði en 1812 og stórorrustur í Úkraínu urðu hluti af henni. 

Eitt af höfuðmarkmiðum Hitlers var að ná yfirráðum yfir "kornforðabúinu" Úkraínu en olíulindirnar í Kákasus komu líka við sögu.  

Í Úkraínustríðinu núna eru hlutverkaskipti; einvaldur í Rússlandi fer í herför inn í Úkraínu og enn leika kornakrar og olíulindir stór hlutverk. 

Napóleon og Hitler gerðu stór mistök 1812 og 1941, og nú hafa ákveðin mistök Pútíns þegar byrjað að koma í ljós, hvað sem síðar verður. 

 

 


mbl.is Bardaginn um Donbas einn sá grimmilegasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband