Málfjólur í fjölmiðlum: "Í kvöld í dag" og "skot í markhornið í vítateignum."

Í íslensku hefur verið skýrt, hvernig kvöldum, dögum og nóttum, sem eru næst í tíma er raðað í með sérstökum heitum, sem allir hafa skilið og notað. 

Fjórir dagar eru í röðinni: Eitthvað gerðist í fyrradag, í gær, í dag eða  á morgun. 

En það er til marks um hrakandi málkennd, að æ oftar má heyra rígfullorðið fólk ruglar þessu saman, og það meira að segja all hressilega. 

Í útvarpsfrétt í hádeginu var til dæmis sagt, að íþróttaleikur nokkur yrði leikinn "í kvöld í dag." Sennilega til þess að hafa það á hreinu, að ekki yrði leikið "annað kvöld." 

Eða kannski, miðað við málkenndina, þ. e. að ekki yrði leikið "í kvöld á morgun."  

Í sama fréttatíma var sagt að knattspyrnukona hefði "skotið hnitmiðuðu skoti í markhornið í vítateignum."

Nú vita flestir að markhornið er alls ekki í vitateignum, en til sanns vegar má færa, að markhornfið sé í markteignum, strangt til tekið.   

Æ algengara er að ruglað sé með orðaröð eins og dæmin hér að ofan sýna. 

 


mbl.is Barcelona Evrópumeistari eftir sigur í vítakeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Henry Ford átti líka í vandræðum með starfsmenn sína og fleira.

Henry Ford var að mörgu leyti snillingur við það að framleiða bíl síðustu aldar, sem innleiddi bílaöldina um allan heim og hanna síðar V-8 "Flathead" vélina, sem talin er vera ein af tíu bestu bílvéla aldarinnar. 

Elon Musk minnir um margt á Ford sem helsti brautryðandinn öld síðar við að innleiða rafbíla með nýrri hugsun. 

En Ford, sem framleiddi bíl fyrir alla alþýðu með tvöfaldri snilli, við hönnun slíks bíls og einnig við framleiðslu hans á færiböndum og verðlagningu, gerðist íhaldssamur úr hófi fram á efri árum og lét starfsmannastjóra sinn berja á verkamönnum. 

Einnig daðraði hann við einvaldsherrana í Evrópu og var næstum búinn að gera Ford verksmðjurnar gjaldþrota í lok stríðsins, sem þó bjargaði honum fyrir horn varðandi verkefni í hergagnaframleiðslunni, skóp sigur á einræðisöflunum. 

Vandræði Musk í samskiptum sínum við starfsmenn fyrirtækja hans minna svolítið á vandræði Henry Ford.  


mbl.is Starfsmenn SpaceX óánægðir með Musk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband