22.6.2022 | 13:45
Úkraínustríðið hefur þegar staðið í átta ár. Afganistanstríðin í tíu og tuttugu ár.
Margar af þekktustu styrjöldum sögunnar áttu að standa stutt. Stríðsþjóðirnar í Fyrri heimsstyrjöldinni stefndu að því styrjöldinni yrði lokið eftir hálft ár.
Hún stóð hins vegar í rúmlega fjögur ár, og á svæðinu frá Póllandi og austur um, stóðu styrjaldarátök í átta ár.
Þar voru háðar margar styrjaldir með Úkraínu sem þungamiðju sem stóðu frá 1917-1922, og féll milljón manna hið minnsta í einni af margvíslegum Úkraínustyrjöldum.
Núverandi Úkraínustríð er framhald af innrás Rússa í Krímskaga 2014 og stríði rússneskumælandi aðskilnaðarsinna í Donbas héraði. Hvað eftir annað var það hérað að stríðsvettvangi 1917-22.
Rússar réðust inn í Afganistan 1979 og það stríð átti að standa stutt, en lauk með ósigri þeirra tíu árum síðar.
Bandaríkjamenn bættu um betur og háðu stríð í sama landi í tuttugu ár, sem endaði með ósigri þeirra.
Auðlindir í Úkraínu og fyrrum Sovétlýðveldum í kringum Kaspíahaf, korn, olía og gas, og flutningsleiðir afurðanna eru hin raunverulega undirrót ófriðar, sem langlíkegat er að muni standa í mörg ár, jafnvel tugi ára, því að á því eru allar áætlanir Rússa um veldi þeira og viðgang reistar.
Kóreustyrjöldin, sem hófst 1950, átti að standa örsutt af hálfu Norður-Kóreumanna, en núna, 72 árum seinna, hafa enn ekki verið gerðir friðarsamnngar, heldu einungi það vopnahlé, sem gert var eftir þriggja ára hernaðarátök, sem bárust fram og til baka um gervallan Kóreuskagann.
![]() |
Óttast að stríðið dragist á langinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)