Einu sinni trúðu menn því ekki að gervigreindar skáktölva gæti mátað Kasparov.

Lengi vel var svonefnd Háskólatölva sú öflugasta hér á landi, og sagt var að stærstu tölvur heims fylltu heil herbergi hver. 

Síðan þá hafa framfarir á þessu sviði verið svo miklar að örtölvur af smæstu gerð eru margfalt öflugri en þær stærstu á þeim tíma þegar það þótt óhugsandi að skáktölva hefði roð við heimsmeistanum í skák. 

Annað kom á daginn og tapið fyrir tölvunni var mikið áfall fyrir snallasta skákmeisara þess tíma. 

Á næsta ári verða liðin 40 ár síðan mannkynið var hættast komið varðandi það að fá yfir sig óvænt gereyðingar kjarnorkustríð fyrir hreina slysni. 

Á tölvu á Kyrrahafsströnd Rússlands sáust margar eldflaugar koma að austurströnd Rússlands og bar þetta með sér að því er virtist pottþétta tákn um yfirvofandi kjarnorkuárás frá Bandaríkjunum.  

Samkvæmt verklýsingu bar vaktmanninum, sem fékk þessa vitneskju skylda til að láta yfirmenn kjarnorkuherafla Sovétríkjanna vita, svo að þeir gætu verið nógu snöggir til að senda eldflaugar á loft í gagnárás. 

Hnn vissi, að mestar líkur yrðu á því að vegna tímaskorts yrðu viðbrögðin þau að taka enga áhættu á því að aðvörunin byggðist á réttum gögnum og þar með yrði ekki aftur snúið. 

Hann ákvað því að hunsa reglurnar. og sem betur fór kom í ljós að tölvukerfið hafði gefið ranga aðvörun.  

Þetta er það næsta sem mannkynið hefur komist því að kalla yfir sig gereyðingu í kjarnorkustríði.  

Á þeim 40 árum, sem liðið hafa frá þessu atviki hefur þróuninni í tölvum fleygt fram af þvílíku afli að enginn skyldi gera gys af þeirri hættu að tölvur kynnu að taka upp á því að taka völdin af mönnunum, sem smíðuðu þær. 

Nú er búið að reka sérfræðinginn, sem hefur blásið í flautu um þetta efni. 

Rússinn, sem bjargaði mannkyninu 1983 var líka rekinn. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sendur í leyfi eftir fullyrðingar um gervigreind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íraksstríðið 2003, þvílíkt og annað eins! Hernám af verstu gerð.

Í þeim tveimur heimildarþáttum um innrás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak 2003, sem þegar hafa verið sýndir í sjónvarpi, kemur vitfirring þessa fyrirbæra glöggt í ljós. 

Réttlætingingin var sú, að Saddam Hussein væri með útibú Al Qaida inni á gafli hjá sér og í óða önn að koma upp gereyðingavopnum, sem ógnaði heimsfriðnum. 

Leyniþjónusta Bandaríkjanna var fengin til að útbúa sönnunargögn fyrir þessu og það var ekki aðeins að Colin Powell væri þvingaður til að beita öllum sínum þunga á fundi Sameinuðu þjóðanna í að fylgja þessu eftir, heldur létum við Íslendingar skrá okkur sem fúsa og viljuga fylgismenn Bandaríkjamanna og Breta í árás á Írak með tilheyrandi hernámi. 

Saddam hafði að vísu verið harðstjóri með ógnarstjórn og meira að segja notað eiturgas gegn Kúrdum, þannig að í upphafi hernáms Bandaríkjamanna var almenningur í Írak furðu jákvæður í garð hernámsliðsins. 

Í myndinni í kvöld var hins vegar rakið skilmerkilega hvernig "frélsurum" Íraks tókst á undra skömmum tíma að verða hataðir fyrir þá ógnarstjórn, sem þeir innleiddu, og þar á ofan fundust engin minnstu merki um gereyðingarvopnin, sem Bandaríkaforseti hafði talað hástöfum um. 

Hernámið varð eins víðsfjarri loforðum Bandaríkjamanna um öryggi, lýðræði og endurreisn og hugsast gat þegar í staðinn var komið blóðugt og hræðilegt ástand hernámskúgunar hins erlenda herafla. 

Þetta ástand hjá kúgaðri þjóð sem fyllist hatri og heift í garð illvígs innrásarhers sem kallar fram óslökkvandi baráttuvilja andófs og ítrustu mótstöðu minnir á það, sem viðtengd frétt á mbl.is greinir frá í stríðinu í Úkraínu.   


mbl.is Læra á hríðskotabyssur og ætla að verja borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband