Vantar víða merkingar á hjóla- og göngustígum á stórvarasömum stöðum.

Víða í hjólastígakerfinu í Reykjavík vantar merkingar á hættulegum stöðum. Sem dæmi má nefna algerlega blint horn á þröngum T-laga stígamótum við suðurhorn Skeifuhverfisins þar sem liggur alfaraleið hjólreiðamanna meðframm Miklubrautinni. 

Tvær leiðir eru til að bæta úr þessu. Annars vegar að hafa þarna stöðvunarskyldu hjólreiðamannsins, sem kemur inn á stígamótin úr vestri, eða, að gera eins og þeir byrjuðu á í Færeyjum fyrir meira en 60 árum, að stilla þarna upp spegli sem hjólreiðamenn úr vestri séð hina blindu umferð koma.  

Til gamans má geta þaes að fyrir 1955 leystu Þórshafnarbúar í Færeyjum svona vandamál með því að ökumenn "flautuðu fyrir horn" á þrengstu og blindustu hornunum!


mbl.is Hjólreiðamaðurinn slasaðist en hinn hvarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband