Hvernig er þyrlusnauða þjóðin búin undir risaóhapp á risaskipi?

Þegar Kaninn var enn og hét hér á Keflavíkurflugvelli hafði hann að lágmarki til afnota fimm björgunarþyrlur á Vellinum.  

Að meðaltali þarfnast hver þyrla margfalt meiri tíma í viðhald og dvöl á jörðu niðri en flugvélar af svipaðri stærð,  og þetta eiga allir að vita og vita allir í þyrlurekstri; ja; nema Íslendingar. 

Raðamenn hér, í krafti sinnuleysis kjósenda, komast upp með það að geta engan veginn melt þá staðreynd að reksturskostnaður hverrar þyrlu er margfalt meiri en reksturskostnaður hverrar flugvélar af svipaðri stærð. 

Þessi margnefnda staðreyn fer inn um annað eyrað og út um hitt áratugum saman. 

Hafsvæðið umhverfis Íslands, efnahagslögsagan, eða auðlindalögsagan, sem kalla mætti björgunarsvæði okkar, er tugum sinnum stærra en flestra annarra þjóða.  

Fyrir liggur æ verri staða í björgunarþyrlurekstri okkar miðað við sífellda fjölgun stórskipa á okkar hafsvæði, risastórum skemmtiferðaskipum með tugi þúsunda samtals innanborðs. 

Við ættum að eiga nóga peninga til að standa eins og menn að þessu; peninga sem við græðum á ferðum þessara skipa í kringum landið.  

Hvenær ætla menn að skilja, að við fáum engu um það ráðið hvenær stórslys verður á hafinu á sama tíma og ástandið er eins og það varð fyrir nokkrum dögu, að engin þyrla verður tiltæk?

Á virkilega að bíða eftir því?


mbl.is Skemmtiferðaskip sigldi á ísjaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband