Veldur viðbætt kolvetni eða hvítasykur mestu heilsuvá 21. aldarinnar?

Jónas heitinn Kristjánsson ritstjóri hélt því fram fyrir siðustu aldamót að hvítasykurinn eða viðbætt kolvetni myndu skapa mesta heilsubandamál og mannamein 21. aldarinnar. 

Þetta var hraustlega mælt, því að áratugina á undan hafði öll athyglin á þessu sviði sett fituna í efsta sætið, sem mestu vána og orsök offitu. 

Staðreyndin er hins vegar sú, að enginn maður getur lifað án þess að neyta fitu og nú virðist óhæfileg neysla kovetna, einkum hvítasykurs, ráða miklu meira um offitu og sykursýki. 

Síðuhafi þekkir áhrif skorts á fitu, - varð fyrir því 2008 að hafa ofnæmi fyrir lífsnauðsynlegu sýklalyfi, þannig að afleiðingin varð lifrarbrestur í þrjá mánuði, stíflugula, stanslaus ofsakláði og svefnleysi, - allt af því að lifrin gat ekki unnið úr fitunni.

Eftir þrjá mánuði voru 16 kíló farin og 40 prósent af blóðinu. 

Með sama áframhaldi hefði niðurstaðan orðið niðurbrot og dauði á geðdeild og á þessum tíma hitti síðuhafi mann, sem hafði fyrir nokkrum áratugum komist það neðarlega í lifrarbresti, að stutt var í innlögn á geðdeild. 

Í nokkrum matarkúrum um þessar mundir er því gert ráð fyrir hæfilegri neyslu fitu en hins vegar lagt bann við neyslu hvítasykurs. 

Aðalváin hefur færst til vegna þess að óhæfileg neysla á kolvetnum og viðbættum sykri hjá nútímafólki leiðir æ fleiri til að fá sykursýki af tegund 2. 

Ef ekki tekst að halda henni í skefjum, getur það á endanum valdið blindu og skemmdum á líkamanum, svo sem að missa tær og fætur.  

 

 


mbl.is Af hverju skiptir fituprósentan öllu máli?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband