Árni Johnsen var kveðinn í kútinn með það, sem nú er samþykkt einróma.

Þegar sú hugmynd kom fram fyrir um þrjátíu árum að grafa göng undir Hvalfjörð óaði mðrgum við því að taka þá áhættu, sem því fylgdi. Hugmyndin um brú innar í firðinu hafði áður verið nefnd, og í ljósi hins mikla vatnsleka í Vestfjarðargöngunum virtist mörgum það óráð hið mesta að fara með göng niður fyrir sjávarmál. 

Það reyndist heillaframkvæmd, en úrtöluraddir urðu enn ákafari, þegar Árni Johnsen viðraði þá hugmynd sína að gera göng frá landi út í Eyjar.  

Var sú hugmynd blásin umsvifalaust út af borðinu og í staðinn lagt upp með að útfæra hugmynd um Landeyjahöfn. 

Þótt sú höfn og tilsvarandi bættur skipakostur hafi kostað miklu minna en göng, hefur þessi úrlausn orðið miklu dýrari og erfiðari en rætt var um í upphafi. 

Á þessum tveimur áratugum hafa hins vegar orðið framfarir erlendis í greftri ganga og notkun risabora ítalska fyrirtækisins Impregilo við gröft 70 kílómetra ganga Kárahnjúkavirkjunar  sýndi hverju er hægt að áorka með slíku tröllatæki.

Í nágrannalöndum okkar, Noregi og Færeyjum hafa menn bæði komist langt í gerð ganga undir sjó og ekki síður í löngum göngum, sem geta orðið hátt á þriðja tug kílómetra að lengd. 

Við gerð Hvalfjarðarganga kom í ljós, að það sem réði mestu um hve gersamlega vatnsheld þau voru þrátt fyrir að liggja 170 metrum lægra en yfirborð sjávar, var sú heppni að hitta á leið í gegnum stóran, þéttan og heilsteyptan risaklump sem enginn leki var í. 

Ekki er vísta að svo mikil heppni yrði með jarðgangaleið út í Eyjar, en auðvitað verður ekki hægt að fullyrða neitt um  það nema að undangengnum dýrum og vönduðum rannsóknum. 

Í þessu máli verður hinsvegar að horfa lengra til framtíðar en fram á tær sér.

Samgöngurnar til og frá Eyjum eru enn of stopular yfir stóran hluta ársins til að þær séu boðlegar, hvorki á okkar tímum né í framtíðinni. 

 

 

 

 

 


mbl.is Skoða möguleika á göngum til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðheilsan látin víkja?

Í þjóðarbúskap er lýðheilsa mikilvægur þáttur og hún er til dæmis aðalatriðið í starfi og umsögnum alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.

Þegar sú stofnun skoðar mismunandi kosti, sem snerta lýðheilsu, er það númer eitt að lýðheilsu sé gætt í forgangi. 

Þetta á við hvað varðar framleiðslu, sölu og notkun áfengra drykkja. 

Tvö mál hér innanlands snerta lýðheilsu um þessar mundir, annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra og hins vegar það að selja áfengan bjór á leikjum á vegum KSÍ. 

Formaður KSÍ orðaði í sjónvarpsviðtali þá breytingu, sem þar væri gerð, sem tilraun til að breyta fjölskylduskemmtun yfir í stórt partí með vínveitingum og framtíðin láta svara því, hvernig til tækist. 

Í umræðunni hefur orðið lýðheilsa lítt verið nefnd, atriðið sem ræður venjulega áliti Aþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar þegar hún gefur það út.  

Sterkustu rök hennar fyrir áliti eru yfirleitt þau, að ekki sé mælt með atriðum, sem skaði lýðheilsu eins og aukin áfengisneysla. 

Í því sambandi er oft nefnt sem mótrök, að peningalegir hagsmunir og aukið frelsi skuli vega þungt, en þá gleymist oft að leggja heilsfarslegan kostnaðarauka á vogarskálarnar. 


mbl.is Algjör stefnubreyting í áfengismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband