31.7.2022 | 23:53
Allir "innviðir" hjá yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar í húfi.
Eftir átta hundruð ára hlé er komið upp það ástand hjá meira en 70 prósent þjóðarinnar að allir svonefndir "innviðir" eru í húfi og geta verið í uppnámi hvenær sem er.
Samgönguinnviðir, orkumannvirki, undirstöður menningar og þjóðlífs.
Engin leið er að sjá það fyrir hvar afleiðingar eldsumbrota neðan og ofar jarðar birtast í hvert sinn, en samt hlýtur að blasa við, að það verður samt í krafti rannsókna og vísinda að reyna að finna sem fyrst verkefni til fyrirbyggjandi aðgerða.
![]() |
Kaldavatnslaust í Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sú ágiskunartala eða staðreynd, sem er kannski einna þýðigarmest í öllu fréttaflóðinu af umbrotunum á Reykjanesskaga þessa dagana, er, að líkurnar fyrir því að kvikan nái upp á yfirborðið, þótt hún nálgist það og sé komin á 3,7 kílómetra dýpi, séu aðeinns einn á móti tíu.
Svipað dæmi má nefna úr Kröflueldum 1975 til 1884. Þá urðu fjórtan hrinur með landrisi, en aðeins gaus níu sinnum. Lokatalan varð því 9 gos á móti 5 skiptum, sem ekki gaus.
![]() |
Snarpur jarðskjálfti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)