Allir "innviðir" hjá yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar í húfi.

Eftir átta hundruð ára hlé er komið upp það ástand hjá meira en 70 prósent þjóðarinnar að allir svonefndir "innviðir" eru í húfi og geta verið í uppnámi hvenær sem er.  

Samgönguinnviðir, orkumannvirki, undirstöður menningar og þjóðlífs. 

Engin leið er að sjá það fyrir hvar afleiðingar eldsumbrota neðan og ofar jarðar birtast í hvert sinn, en samt hlýtur að blasa við, að það verður samt í krafti rannsókna og vísinda að reyna að finna sem fyrst verkefni til fyrirbyggjandi aðgerða. 


mbl.is Kaldavatnslaust í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En það er ekkert sem segir að þessu 800 ára hléi hafi ekki lokið og annað eins hafist við upphaf og endi sama gossins. Eldgos á þessum slóðum á 800 ára fresti er kannski takturinn. Hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir eru bestar ef svo er?

Vagn (IP-tala skráð) 1.8.2022 kl. 00:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er einmitt málið, að upphaf alls hlýtur að vera að finna út hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir komi fyrst til greina. 

Ómar Ragnarsson, 1.8.2022 kl. 01:22

3 identicon

Mín tillaga er að byrja á því að hætta að tala um að búa til flugvöll í til þess að gera ekki mjög gömlu hrauni, einmitt þar sem búast má við að hraun gæti runnið í ekki svo fjarlægri framtíð.

Atlagan að Reykjavíkurflugvelli náði nýjum lægðum á dögunum, þegar einhver dýrustu bílastæði landsins voru borin saman við að leggja einni af léttustu einkaþotunum á flugvellinum.

Helsta fréttin þar var að gjaldið í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar er rétt um þriðjungur þess sem rukkað er í kjallaranum sem notaður var í þessum fráleita samanburði.

Það sorglegasta var svo að fjölmiðlar kokgleyptu þessa vitleysu unnvörpum án þess að leggja nokkuð á sig til að skoða grundvöll þessa undarlega samanburðar.

Hvernig hefði það litið út ef einhver hefði skrifað frétt um að Reykjavíkurborg gæti stóraukið tekjur sínar með því að tvöfalda gjaldið í bílastæðahúsum sínum - og fengið einhvern frá Isavia til að segja skoðun sína á því?

TJ (IP-tala skráð) 1.8.2022 kl. 14:15

4 Smámynd: Sævar Helgason

 Það eru svo til allir "innviðir" landsins á væntanlegu stórgossvæði. Reykjanesbraut,Keflavíkurflugvöllur -tengingin við útlönd og Suðurstrandarvegur. Allt getur þetta orðið óvirkt á fystu dögum goss. Gasmengun yfir Hb svæðið og Suðurnes og öskufall. Við höfum aðeins "Móðuharðindin að miða við -hvað getur gerst við langt gostímabil..
Mikilvægast er að gera varaflugvöll klárann-strax.
Flóttaleiðir fólks eru væntanlega ljósar

Sævar Helgason, 1.8.2022 kl. 14:18

5 identicon

Ekki veit ég hvað mörg göng hafa verið boruð um helstu afdali landsins á meðan helsta samgönguæð landsins hefur ekki enn verið tvöfölduð.  Reykjanesbraut á að hafa forgang á allar aðrar vegaframkvæmdir en duglausir þingmenn kjördæmisins hafa engan metnað eða vilja til verksins.

Ekki nó með að kjósendur í kraganum hafi miklu minna vægi en aðrir íslendingar í koningum heldeur hafa þeir duglausutu þingmennina

Bjarni (IP-tala skráð) 1.8.2022 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband