18.8.2022 | 22:54
Spennandi að vita hvað sykurinn er mikill í nýja Póló.
Álitið á gosdrykkjum hefur breyst mikið á síðustu árum í kjölfar aukinnar meðvitundar um það hve þeir eiga stóran þátt í sívaxandi tíðni sykursýki.
Á umbúðum þeirra eru upplýsingar um magn, sem sýnist í fljótu bragði sakleysislegt, 10 grömm af af hverjum hundrað.
Flestar venjulegar kextegundir, einkum súkkulaðikex, eru með tölu í kringum 30.
En það er ekki allt sem sýnist eða er einhlítt í þessu efni, því að magnið, sem drukkið er, getur valdið því að þetta verða 100 til 200 grömm á dag ef dagleg neysla er tvær til fjórar hálfs lítra flöskur.
Prins Póló kex er skráð með 14 grömm á hver 100, sem er raunar grunsamlega lág tala með hliðsjón af magninu í sætu kexi eða súkkulaðiblönduðu snarli
Hvert Prins Pólo kex er 35 grömm, þannig að það þarf 30 stykki til að komast yfir 1000 grömmin.
Á yngri árum var síðuhafi drúgur við drykkjuna á Póló. Drykkurinn fellur fólki misjafnlega í geð, og geta meira að segja verið miklar sveiflur hjá hverri persónu í því efni.
Þegar móðir mín gekk með fimmta barn sitt varð hún alveg sjúklega sólgin í Póló, það stóð aðeins í hluta af meðgöngutímanum.
En nægði samt til þess að skapa það ástand, að hún var alla daga að senda mann margar ferðir frá Stórholtinu yfir í verslunina Ás á Laugaveginum eftir þessum eðaldrykk.
COVID hefur haft misjöfn áhrif á bragðskyn, og gildir það um fleira, því að mánuðina sem ég var með lifrarbrest og stíflugulu, varð ég skyndilega sjúkur í drykkinn Mix, sem áður hafði ekki notið neinnar hylli, en í staðinn hrundu kóladrykkirnir gersamlega í vinsældum á þessu tímabili.
Áður hefur verið sagt frá Akureyrarfyrirbrigðinu Icecreamsóda, sem Hemmi Gunn kynnti fyrir Reykvíkingum á góðviðrisdögum fyrir norðan og samanstóð af mjólkurhristingi, shake, með Mixi viðbættu í ákveðnu hlutfalli.
![]() |
Þjóðin tilbúin fyrir Póló á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2022 | 08:37
Þegar næstbesti tugþrautarmaður heims varð skólaus á EM.
Í þrjú ár, 1949, 1950 og 1951 var Örn Clausen í öðru til þriðja sæti á heimslistanum yfir bestu tugþrautarmenn í heimi.
Hann fór því með miklar væntingar til keppni á EM í Brussel 1950, en var svo óheppinn að hlaðmenn á Reykjavíkurflugvelli tóku tösku hans og settu fyrir hurð á vellinum þegar verið var að fara með farangur um borð, en gleymdu síðan töskunni.
Að koma á stórmót í tugþraut skólaus var auðvitað herfilegt fyrir Örn, og í kastgreinunum varð hann til dæmis að notast við skó af spjótkastaranum Jóel Sigurðssyni, sem voru þremur númerum of stórir.
Örn var slíkur afreksmaður á þessum tíma, að hann hefði getað komist á verðlaunapall í fjórum greinum á EM, tugþraut, langstökki, 110 metra grindahlaupi og 4x100 metra boðhlaupi.
Hann hlaut að vísu silfurverðlaun í tugþrautinni, en að kröfu Frakka var notuð gamla stigataflan í greininni, þótt búið væri að lögleiða nýja töflu, sem hefði skilað Erni gulli.
Á þessum árum var enginn tæknilegur möguleiki að fara 1770 kílómetra plús með eina tösku Arnar og því fór sem fór
![]() |
Flaug 1.770 km til að sækja tösku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)