Svöl veðrátta á Norður-Atlantshafi í samræmi við langtímaspár?

Þegar árið 1997 voru uppi spár um það hjá vísindamönnum að enda þótt loftslag á jörðinni myndi hlýna á 21. öldinni yrði hætta á því að á Norður-Atlantshafi myndi verða kólnun vegna áhrifanna af því að kalt og tært leysingavatn frá bráðnandi jöklum myndi streyma út á hafið og vegna léttleika síns leggjast yfir vatn Golfstraumsins, sem væri salt og því þyngra. 

Á flestum tölvuspám, sem birtar hafa verið síðan er loftið yfir jörðinni að mestu táknað með rauðum lit hækkandi hita, en undantekningar eru þrír ljósbláir blettir, og einn þeirra fyrir suðvestan Ísland. 

Þetta er í samræmi við dönsku spána frá 1997, sem túlkuð var og viðbætt á grunni danskrar heimildarmyndar og færð inn í íslenskan sjónvarpsþátt, sem hét "hið kalda hjarta hafanna."

Ef sumarið núna verður svalara en að meðallagi á sama tíma og sumrin verða með þeim heitustu á meginlöndunum sitt hvorum megin Atlantshafsins er það út af fyrir sig ekki á skjön við hið möguulega út af fyrir sig, hvað sem síðar verður. 


mbl.is Sú gula lætur sjá sig í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kröflugosin urðu níu og fóru stækkandi.

Kröflueldar stóðu frá 1975 til 1984m og fyrsta Kröflugosið af níu  var lítið, hálfgerður "ræfill" svo að notað sé sama orð yfir fyrsta gosið í hinum nýju eldum á Reykjanesskaga, sem þá féllu af vörum jarðfræðings. 

Síðan komu nokkrar hrinur, en frá 1980 komu gos, sem urðu smám saman stærri, og varð síðasta gosið 1984 langstærst. 

Þorbjörn Þórðarson hefur minnst á það, að svipað gæti gerst á Reykjanesskaga, og í ljósi sögunnar gæti það allt eins gerst. 


mbl.is „Það er mjög stutt í eldgos“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband