Kröflugosin urðu níu og fóru stækkandi.

Kröflueldar stóðu frá 1975 til 1984m og fyrsta Kröflugosið af níu  var lítið, hálfgerður "ræfill" svo að notað sé sama orð yfir fyrsta gosið í hinum nýju eldum á Reykjanesskaga, sem þá féllu af vörum jarðfræðings. 

Síðan komu nokkrar hrinur, en frá 1980 komu gos, sem urðu smám saman stærri, og varð síðasta gosið 1984 langstærst. 

Þorbjörn Þórðarson hefur minnst á það, að svipað gæti gerst á Reykjanesskaga, og í ljósi sögunnar gæti það allt eins gerst. 


mbl.is „Það er mjög stutt í eldgos“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrsta gosið er ennþá eina gosið í hinum nýju eldum á Reykjanesskaga.

Vagn (IP-tala skráð) 2.8.2022 kl. 01:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Strax í framhaldi af fyrsta gosinu við Kröflu tóku við samfelld umbrot sem stóðu í níu ár.  Áköf hrina jarðskjálfta með stórfelldum ummyndunum á landinu og stórskjálfta á Kópaaskeri fylgdu í kjölfar gosinu, sem var fyrstu misserin eina gosið af níu. 

Ómar Ragnarsson, 2.8.2022 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband