24.8.2022 | 15:10
Þarf ekki hamfaragos til að valda usla og fella Hvassahraunsflugvöll.
Þótt ekkert hamfaragos hafi orðið á Reykjanesskaga eftir ísöld, þarf ekki stórt gos til að valda miklum usla.
Það sést best með því að skoða hraunin, sem runnu fyrir átta hundruð árum og þar á undan í kjölfar ísaldar.
Fyrir átta hundruð árum opnaðist jörð í eldgosum til dæmis allt frá núverandi Suðurstrandavegi og norður til Óbrinnishóla skammt suður af Kaldárseli og austur af Straumsvík.
Á strandlengjunni hafa hraun runnið út í sjó niður í Elliðaárvog, út á Alftanes og til sjávar á samfelldum kafla frá Völlunum syðst í Hafnarfjarðarkaupstað allt að Vogastapa.
Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur eru utan hættusvæðanna varðandi hraunflóð og á besta staðnum við sunnanverðan Faxaflóa, en við marga ókosti fyrirhugaðs Hvassahraunsflugvallar bætast nú hraunstraumar, sem runnið geta að nýju á allri ströndinni frá Völlunum og Straumsvík suður í Voga.
Við hættu á hraunflóði bætast síðan hætta á eitruðu lofti og mengun. Engin gos á Reykjanesskaga hafa verið hamfaragos en samt nægir stærð þeirra til að valda miklu tjóni á innviðum helsta þéttbýlissvæðis landsins.
![]() |
Engin hamfaragos hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)