GAGA (MAD) hefur sinn gang.

Hér um árið var það stundum haft á orði í umræðum um áfengismál að "áfengisbölið yrði að hafa sinn gang." Var að vísu dálítið hranalega orðað, en samt visst raunsæi varðandi svona endalaust erfitt viðfangsefni.  

Eitthvað svipað virðist ráða ríkjum í svonefndu "ógnarjafnvægi", orð sem notað er um það fyrirbæri, að fremstu stórveldi heims skuli hafa komið upp hjá sér kjarnorkuvopnabirgðum, sem geta drepið alla íbúa þessara ríkja mörgum sinnum. 

Sú fáránlega staðreynd sýnir að vísu kaldhæðnislega hlið á þeirri hugsun eigenda þessara vopna, að það sé "öryggisatriði" að eiga sem langstærstar birgðir til vara, svo að það sé alveg öruggt að öllu lífi verði eytt í kjarnorkustyrjöld, ef allt fer úr böndunum. 

Í ofanálag kemur síðan sú mótsögn, að eign slíkra vopna sé gagnslaus, nema að mótaðilinn geti treyst því að menn geti átt það til að nota þau!   

Í fúlli alvöru litaðri af ofboðslegri kaldhæðni heitir "fælingarkenningin" (deterrent) MAD, sem er skammstöfun fyrir Mutual assured destruction.

Í íslenskrir þýðingu GAGA, þ.e. Gagnkvæm altryggð gereyðing allra. 

Engan þarf því að undra að á ráðstefnu Semeinuðu þjóðanna um kjarnorkuafvopnun hiksti menn á því að ná samkomulagi í þessari djöflavitleysu á þeim tíma sem stríð er háð milli aðila, sem báðir ráða yfir megninu af öllum kjarnorkuvopnum heims. 


mbl.is Rússar hindra samþykkt um kjarnorkuafvopnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara smá áminning um stærð flekaskilanna og öskugos út af Reykjanesi.

Eldey, skammt suövestur af Reykjanesi, gæti útaf fyrir sig verið svipuð áminning um hugsanleg neðansjávargos og Vestmannaeyjar hafa verið alla tíð og kvittað var fyrir með Surtseyjargosinu. 

Vitað er að samhliða Skaftáreldunum 1783 varð neðansjávargos út af Reykjanesi, og slíkur möguleiki einn er að sögn jarðvísndamanna tákn um það, að öskugos á þessum slóðum er ákveðin ógn við stærra svæði en líkindin til hraungosa á landi uppi, sem nú virðast ætla að marka kaflaskil í eldgosavirkni Reykjanesskagans.

Öskugos þarna er líkast til eini möguleikinn sem gæti lokað Keflavíkurflugvelli tímabundið, en raunar eru það aðallega innviðir vegna rofs á raflínum og vatns- og hitaveitu, sem eru nú í hættu vegna hraungoss, því að völlurinn sjálfur er utan helstu sprungusveimanna.    


mbl.is Skjálfti yfir þremur að stærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband