Léttvélarnar (LSA) bjóða upp á mikla fjölbreytni.

Eftir að nýr flokkur flugvéla, "Light sport airplanes", skammstafað LSA, var lögleiddur, hefur hann boðið upp á grundvöll fyrir framleiðslu afar fjölbreyttra flugvéla, þar sem fjölgun og vöxtur vélanna er einna mestur síðustu árin.  

Skilyrðin fyrir smíðinni er að heildarþyngd fullhlaðinna véla sé ekki meira en 1320 pund, en það er samt 100 pundum meira en þyngd Pipeer J-3 vélanna á sínum tíma. 

Vélarnar verða að fljúga innan ákveðinna hraðatakmarka og skiptir miklu að lendingar og flugtakshraði sé til dæmis nógu lítill til þess að lágmarka skemmdir í nauðlendingum, líkt og sást vel í slíkri lendingu á Nýjabæjarfjalli um daginn. 

Cessna verksmiðjurnar, sem framleiddu Cessna 150 og 152 í tugþúsundatali á síðustu öld, gerðu tilraun til að komast inn á kennsluflugvélamarkaðinn með því að taka nýja forystu, hönnuðu Cessna l62 tveggja sæta vél, sem haldið var innan 1320 punda markanna, en notaðist samt við einn traustasta hreyfilinn í litlum flugvélum, Continental O-200 100 hestafla vél. 

Hann var að vísu þyngri en þeir nýju hreyflar, sem nú eru vinsælastir og eru með miklu minna rúmtak en á móti hærri snúningshraða og gíraða skrúfu.  

En í ljós kom að Continental O-200 hreyfillinn var of þungur, þótt munurinn væri lítill. 

Eftir hrakfarir í reynsluflugi Cessna 162 með þeim hreyfli, gáfust reynsluboltarnir hjá Cessna upp og nú blómstra aðrir framleiðendur með því að nota nýju hreyflana. 

Það var á flugsýningu í Reykjavík 1977, ef rétt er munað, sem fyrst var sýnd vél í "ultralight" flokki, sem var knúin Rotax 447 eins strokks tvígengishreyfli og var skilgreind í flokki "ultralight" loftfara. 

Heildarþyngd þessara loftfara mátti ekki vera meiri en 500 pund, og í fréttamyndskeiði af þessu flygildi notaði síðuhafið nýyrðið "fis." 

Því miður hefur orðið svolítill í notkun hugtaka, sem þó ætti að ver aauðvelt að lagfæra með því nota orðið fis aðeins um flokk ultralight véla, en heitið léttflugvél í floki Light Sport Airplane. 

Orðið fisflugvél kæmi líka til greina, þótt það sé ekki eins nákvæm þýðing. 

Í viðbót við slíkar vélar eru öflugar skammbrautarvélar afar magnaðar, svos sem heimasmíðaðar vélar, sem eru þriggja sæta eftirlíkingar af Piper PA-13, búnar um 200 hestafla hreyfli, fullkomnum skammbrautarbúnaði ("STOL") og hafa alveg lygilega eiginleika til hægflugs og skammbrautarnotkunar. 

Ein slík brilleraði í lendingu við Geldingadalahraunið með eftirminnilegum hætti.  


mbl.is Kortleggja eldgosið úr fisflugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri svæði gætu byrjað "óvænt". Vestmannaeyjar gerðu það 1963 og 1973.

Það var oft haft á orði allt fram á síðustu öld að Helgafell í Vestmannaeyjum, sem svo sannarlega hafði útlit venjulegs eldfjalls á landi, væri útdautt eldfjall. 

Þegar gersamlega óvænt byrjaði að gjúsa fyrir suðvestan ystu sker eyjanna 1963, hefði það átt að hringja bjöllum, en engu að síður kom Heimaeyjargosið 1973 gersamlega að óvðrum.  

Var þó augljóst, að í þeim tugum gosa, sem myndað hefðu Vestmannaeyjar fyrir nokkur þúsund árum, hlyti Heimaey að vera stærst vegna þess að þar hefðu verið flest gos.  

Þannig sjá menn sífellt betur og betur hve erfitt er að vera spámaður á sviði eldfjallafræði á eldfjallaeyjunni Íslandi. 


mbl.is Óvænt að sjá þetta lifna við núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband