Fleiri svæði gætu byrjað "óvænt". Vestmannaeyjar gerðu það 1963 og 1973.

Það var oft haft á orði allt fram á síðustu öld að Helgafell í Vestmannaeyjum, sem svo sannarlega hafði útlit venjulegs eldfjalls á landi, væri útdautt eldfjall. 

Þegar gersamlega óvænt byrjaði að gjúsa fyrir suðvestan ystu sker eyjanna 1963, hefði það átt að hringja bjöllum, en engu að síður kom Heimaeyjargosið 1973 gersamlega að óvðrum.  

Var þó augljóst, að í þeim tugum gosa, sem myndað hefðu Vestmannaeyjar fyrir nokkur þúsund árum, hlyti Heimaey að vera stærst vegna þess að þar hefðu verið flest gos.  

Þannig sjá menn sífellt betur og betur hve erfitt er að vera spámaður á sviði eldfjallafræði á eldfjallaeyjunni Íslandi. 


mbl.is Óvænt að sjá þetta lifna við núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Í Félagi Nýalssinna hafa framliðnir vísindamenn stundum komið með réttar spár, Þorvaldur Thoroddssen og fleiri. Það er þó ekki sönnun fyrir framlífi því stundum hefur eitthvað verið rangt hjá þeim líka, en slíkt samband er stopult, en að minnsta kosti kom spá um Covid-19 hjá Félagi Nýalssinna árið 2019 áður en allt byrjaði en ekki hjá spíritistum, til dæmis alls ekki hjá Völvu vikunnar fyrir 2020 og dr. Helgi Pjeturss hafði spáð því að betri upplýsingar fengjust með hans ráðleggingum, með því að kenna fundargestum að framliðnir byggju á öðrum hnöttum en ekki andasviðum. Covid-19 spáin sem rættist sýnir þetta.

Ég er farinn að hallast að því að þú hafir rétt fyrir þér og Þorbjörn Þórðarson. Kannski fer þetta að minna á Kröfluelda. Það útilokar þó ekki sterka jarðskjálfta á sama tíma eða önnur eldgos.

Það eru eftirminnilegar fréttirnar þegar þú fórst á Frúnni um landið.

Ingólfur Sigurðsson, 5.8.2022 kl. 13:30

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þar sem einu sinni hefur gosið getur gosið aftur.

Ragna Birgisdóttir, 5.8.2022 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband