11.9.2022 | 20:37
Um flest afar óvenjulegt stríð.
Ný hertækni og nýr veruleiki í fjölbreyttum viðskiptatengslum ríkja valda því að Úkranínustríðið er um margt mjóg frábrugðið stríðum 20. aldarinnar með sinn mikla fjölda skriðdreka, flugvéla og stórskotaliðs á tiltölulega einföldum víglinum.
Hvor aðili um sig verður að meta, hve mikil og hvers eðlis eyðilegging innviða eiga að vera, þannig að ávinningur í yfirráðasvæði kosti ekki of mikið tjón fyrir þann, sem svæðið vinnur.
Efnahagslegar flækjur yfir víglínur og milli andstæðra þjóða eru svo miklu víðfeðmari en gerðist í átökum 20. aldarinnar, þegar fjöldi nýrra tegunda vopna á borð við dróna voru enn ekki orðin til.
Raunar eru misjafnar gerðir af styrjöldum ekki nýtt fyrirbrigði. Þannig voru stríðsátökin í eyðimerkurhernaðinum i Afríku í Seinni heimsstyrjöldinni afar lík sjóhernaði þar sem geta til flutninga liðs, vista, skotfæra og eldsneytis vó einstaklega þungt.
Og styrjaldirnar í Afganistan og Víetham voru háðar allt ððrum lögmálum en hefðbundnar styrjaldir.
![]() |
Þúsundir á flótta til Rússlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2022 | 12:49
Vonandi fyrsta skrefið á langri vegferð.
Mikið verk er enn óunnið í framhaldi af því fyrsta og nauðsynlega skrefi að stofnsetja þjóðgarð á Vestfjörðumm.
Einkum er mikilvægt að horfa á málið í víðu samhengis þess veruleika, að norðurströnd Breiðafjarðar tilheyrir bæði Vestfjörðum og Breiðafirði.
Á þeirri strönd er til dæmis Látrabjarg, sem er eitt af þremur stærstu fuglabjörgum Evrópu, svo eitthvað sé nefnt.
![]() |
Þjóðgarður á Vestfjörðum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)