Snýst um frumatriði áætlunarflugs.

Íslendingar ættu að vera lukkunnar pamfílar að hafa þá frábæru aðstæðu frá náttúrunnar hendi að hægt er að fljúga við undra góð skilyrði stystu og fljótustu leið milli höfuðstaða landsins sunnan og norðan fjalla. 

Ef innanlandsflugið yrði flutt til Keflavíkur myndi ferðaleiðin fram og til baka frá þyngdarpunkti býggðar á höfuðborgarsvæðinu til samsvarandi punkts á Akureyri lengjast um 166 kílómetra.  

Það ætti því að vera keppikefli þeirra sem hafa á hendi áætlunarflug á svo góðri, gjöfulli og oruggri leið að nýta allar leiðir til að tryggja það að þessir góðu kostir sé nothafir til fulls, bæði fyrir viðskiptavinina og flugfélagið sjálft. 

Þetta er frumatriði áætlunarflugs og afleitt ef því er ekki sinnt á viðunandi hátt. 

 


mbl.is Flugferðum frestað og felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband