Snýst um frumatriði áætlunarflugs.

Íslendingar ættu að vera lukkunnar pamfílar að hafa þá frábæru aðstæðu frá náttúrunnar hendi að hægt er að fljúga við undra góð skilyrði stystu og fljótustu leið milli höfuðstaða landsins sunnan og norðan fjalla. 

Ef innanlandsflugið yrði flutt til Keflavíkur myndi ferðaleiðin fram og til baka frá þyngdarpunkti býggðar á höfuðborgarsvæðinu til samsvarandi punkts á Akureyri lengjast um 166 kílómetra.  

Það ætti því að vera keppikefli þeirra sem hafa á hendi áætlunarflug á svo góðri, gjöfulli og oruggri leið að nýta allar leiðir til að tryggja það að þessir góðu kostir sé nothafir til fulls, bæði fyrir viðskiptavinina og flugfélagið sjálft. 

Þetta er frumatriði áætlunarflugs og afleitt ef því er ekki sinnt á viðunandi hátt. 

 


mbl.is Flugferðum frestað og felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Flugfélagið gerði þá skyssu að kaupa of litlar flugvélar af Dash 8.  Keyptu Q200 ser eru 37 manna  í stað Q 300 sem eru 50-56 manna vegna Ísafjarðarflugsins.

síðan seldu þeir eina Q400 vél frá sér þannig að ef að önnur Q 400 bilar  annar hin stóravélin og 3 minnivélarnar ekki farþegafjöldanum.  3 Q200+ 1Q400=189 farþegar en 3 Q300 + 1 Q400 =246 farþegar.

Staðreyndin er sú að það vantar að bæta flugvélum í hópinn til að geta sint landsmönnum um öruggt flug.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.9.2022 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband